5.5.2006 kl. 12:29

Hérna má sjá tóbaksverð hjá ÁTVR fyrir árið 2006. Karton af Marlboro Lights (White) kostar skv. verðlista 4.530 krónur. Þetta þýðir að meðal verslunin í Reykjavík græðir um 100 kr. per pakka, sem samsvarar u.þ.b. 24% álagningu. Það þykir mér fremur mikið.

Ég hef einnig verið að hugleiða annað: Ef réttlætingin á okursköttun tóbaks er sú að það sé heilsuspillandi, af hverju er þá ekki sköttunin í samræmi við tjöru- og nikótínmagn tóbaksins, líkt og áfengissköttun er í samræmi við áfengisinnihald? Samkvæmt núverandi verðlagningu, þá eru Camel filterslausar (10 mg tjöru) á sama verði og Winston Fine White (1 mg tjöru). Forræðis- og refsisköttun ríkisins getur í það minnsta verið sjálfri sér samkvæm...


8 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Halldór Eldjárn | 5.5.2006 kl. 15:12
Halldór Eldjárn

En finnst þér virkilega í lagi að anda að þér 10 mg af tjöru?

Áður en langt um líður verður hægt að malbika nokkrar götur með tjörunni úr lungunum á þér.

Gunni | 5.5.2006 kl. 16:11
Gunni

Þarna ertu að misskilja bæði conceptið og pointið, Halldór.

Tjara er bara orð sem þeir sem berjast gegn reykingum hafa gaman af að nota yfir stóran og óskilldan hóp efna, tjaran sem er notuð á þök og í vegi og slíkt er allt annað fyrirbæri. Svipað og hamingja og samkynhneigð er ekki það sama þó orðið "gay" hafi verið teygt yfir bæði.

Í Bandaríkjunum var höfðað mál og tóbaksfyrirtæki fengy rétt til að setja gæsalappir í kringum orðið "Tar" í innihaldslýsingunni á vörum sínum. Þeim var hins vegar bannað að segja nákvæmlega hvað var í sígarettunum, yfirvöld vilja semsagt að fólk hugsi um þetta sem "tjöru", þó það orð sé gripið úr tómu lofti og engin tenging þarna á milli.

Varðandi pointið í færslunni, þá held ég að það sem Sveinbjörn sé að reyna að segja sé ekki að hann ætli að skipta yfir í filterslausar Camel, heldur að honum þyki einkennilegt að fólk sem reykir Winston One (nær laust við "tjöru" og nikótín) án nokkurra teljandi eiturefna sé skattlagt á sama hátt og þeir sem reykja filterslausa Camel.

--- G. H.

Gunni | 5.5.2006 kl. 16:17
Gunni

By the way, "tjaran" í sígarettum er, svo best ég viti, aðallega í formi polycyclic aromatic hydrocarbons.

Hér er áhugaverður linkur um kenningu þess efnis að allt líf á jörðinni hafi kviknað út frá nákvæmlega þessu efni:

http://en.wikipedia.org/wiki/PAH_world_hypothesis">http://en.wikipedia.org/wiki/PAH_world_hypothesis

So, rather than having anything to do with tarmac, I'd say Sveinbjörn and me are more likely to trigger a new Genesis with our vile tobacco smoking ways ;)

--- G. H.

Sveinbjörn | 5.5.2006 kl. 16:59
Sveinbjörn

Hahahaha!

Truly and well spoken, Gunnar. Eigum við að fá okkur bjór í kvöld?

PS: Til Halldórs: Auðvitað er óhollt að reykja, en þegar maður er á annað borð byrjaður, þá er hugleiðingin um "tjöru" í lungunum ekki nóg til þess að fá mann til að hætta, ekkert frekar en sú staðreynd að offita valdi hjartasjúkdómum fær fituhlunka til þess að hætta að éta. Og það er auðveldara að hætta að éta heldur en að hætta að reykja.

Gunni | 5.5.2006 kl. 17:01
Gunni

Beer it is, call me when you arrive home from your indentured servitude.

--- G. H.

Steinn | 5.5.2006 kl. 19:12
Steinn

Ég vil nú fá að nefna það að samkvæmt rannsóknum þá færðu krabbamein og þembu jafn auðveldlega af ultra light, light, regular og strong. Þannig má segja að það skipti engu máli hvaða tegund þú reykir, allt drepur þetta þig jafn mikið, ef þú deyrð á annað borð af reykingum. Þannig má segja að ég sem reyki Prince og þú sem reykir Marlboro light erum í jafn mikillri áhættu. Og hverjum er svo sem ekki bara skít sama?

Sveinbjörn | 5.5.2006 kl. 19:23
Sveinbjörn

I, for one, would be happy to pay less for me cigarettes...

Dagur | 16.5.2006 kl. 02:14
Dagur

Ef sígarettur eru skattlagðar meira vegna þess að þær eru óhollar, af hverju eru þá aðrir óhollir hlutir ekki skattlagðir meira? En ég ætla ekki að segja til um hvort þetta sé slæm ástæða fyrir hærri sköttum. Ef það að sígarettur séu dýrar verður til þess að einhverjir hætti að reykja eða að færri byrja er það kannski ágætt. Mig langar aftur á móti mikið, eins og þér Sveinbjörn, að borga minna fyrir sígaretturnar mínar. Þá gæti ég keypt meiri bjór.