4.5.2006 kl. 11:49

Jæja, í dag byrjaði ég aftur að vinna hjá FRISK, og mun gera það til lok Ágústmánuðar, en þá flyt ég endanlega til Lundúna.

Ég er búinn að koma upp CentOS Linux kerfinu á vinnuvélinni sem mér var úthlutað. Þetta er Red Hat-baserað distró og keyrir GNOME gluggaumhverfið. Í fyrra keyrði ég KDE á SuSE Linux og var ekki impóneraður. Ég stórefast um að GNOME sé að fara að impónera mig neitt heldur. Verst er að nú fékk ég ekki flatskjá, heldur CRT. Þar sem augun mín eru óvön CRT skjám þá er ég strax orðinn þreyttur í þeim eftir tæpast þrjár klukkustundir. Þarf að kíkja betur á það...


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 4.5.2006 kl. 17:19
Steinn

Já, ég mæli með því að þú horfir aðeins betur á skjáinn, það gæti leynst lítið sannleikskorn í CRT skjánum!

Elías | 6.5.2006 kl. 15:44
Unknown User

Flestir alvöru CRT skjáir í dag eru með 1600x1200 upplausn í 24 eða 32 bita litum og 85Hz tíðni. Ef tíðni skjásins er lægri en 75Hz er mjög erfitt að horfa á hann í meira en tvo tíma án þess að fá hausverk. Það ætti ekki að vera erfitt að stilla X11 á þessa tíðni. Einfaldasta leiðin til að sjá stillingar skjásins er með xvidtune, en passaðu þig að breyta ekki neinu!

Sveinbjörn | 8.5.2006 kl. 14:49
Sveinbjörn

Ach, ég held að ég vinni bara á Powerbókinni minni upp úr þessu. CentOS fór allt í steik í morgun, sennilega sökum gallaðs minnis eða harðdisks.