1.5.2006 kl. 17:25

Ég er búinn að taka JavaScript HTML editor kóðann TinyMCE og bæta honum við Mentat. Þetta ætti að leyfa fólki sem notar Firefox, IE (ugh!) eða Opera að breyta síðum og færslum grafískt, án þess að þurfa að skrifa inn HTMLið sjálft. Enn sem komið er virkar TinyMCE ekki almennilega í Safari, og fyrir vikið hefur þetta engin áhrif á þá sem nota hann að staðaldri.

Allir vefirnir hafa verið uppfærði með þessari nýjustu útgáfu. Ef menn vilja frekar skrifa inn HTML-ið sjálfir, þá er hægt að slökkva á TinyMCE í Configuration Panel í Mentat.

Þess má geta að nýjasta útgáfan af Mentat, 2.6.9, er með 400 færri línum af kóða heldur en sú síðasta. Allt forritið er nú um 2400 línur, ef grundvallar HTML-ið er meðtalið. Maður veit að maður er að gera eitthvað rétt ef að kóðinn er að minnka, en samt að bætast við fídusar.


8 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Árni | 1.5.2006 kl. 19:26
Árni

Nice.

En hvernig bæti ég við news item í þessu upgrade-i? Ef ég fer í News Archives get ég bara skoðað síðustu færslur en ekki bætt við news item.

Sveinbjörn | 1.5.2006 kl. 20:51
Sveinbjörn

Farðu bara á forsíðuna og smelltu á "Add News Item" hnappinn...

Árni | 1.5.2006 kl. 22:08
Árni

Ok, gerði þetta alltaf í gegnum news síðuna áður.

brynjar | 3.5.2006 kl. 12:07
Unknown User

TinyMCE er mikil snilld :)

svona inplögganlegir components eru almennt að gera mjög góða hluti.

brynjar | 3.5.2006 kl. 13:26
Unknown User

btw, það er mjög sniðugt í tinyMCE að gera svona backend script til að feeda
external_image_list_url ofl.
Þá geturðu verið með stílfærðar greinar með contenti eins og myndum ofl. allt í wysiwyg.

Sveinbjörn | 3.5.2006 kl. 14:59
Sveinbjörn

Verst að það er ekki Safari support ennþá...og að HTMLið sem TinyMCE spýtir út er ekki beinlínis neitt listaverk...

Árni | 4.5.2006 kl. 09:21
Árni

Er ég með rss feed á arnikristjansson.com? Ef ekki geturðu reddað? Og sagt mér URL-ið. Mercy.

Sveinbjörn | 4.5.2006 kl. 09:49
Sveinbjörn

Þú ert með RSS feed ef þú kveikir á því. Farðu í Configuration Panel í Mentat, veldu Enabled við Generate RSS. Þar fyrir ofan stendur hvaða HTML búti þú þarft að bæta við í headerinn í Page HTML til að browserar og news agents detecti það rétt.

RSS fællinn er alltaf generated í /files/index.rss. Til þess að fællinn myndist eftir að þú kveikir á RSS þarft þú að pósta nýrri færslu eða edita gamla færslu.