25.4.2006 kl. 04:19

Það virðist sem hann Friðbjörn Orri greyið hafi tekið því heldur nærri sér þegar ég gerði smá athugasemd við framsetningu hans á gögnum. Það þykir mér leitt að heyra, enda synd og skömm að særa þann stórskemmtilega dreng. Aftur á móti fer hann þarna með nokkrar staðreyndavillur.

Til að byrja með, þá sagði ég ekkert um hvaðan aukin hlutfallsleg útgjöld kerfisins stöfuðu, heldur beindist athugasemd mín að þeirri staðreynd að heilbrigðisútgjöld fylgdu ekki línulega mannfjölda -- taka þarf aldurspýramídann inn í myndina. Það var ófagmannlegt af Friðbirni að birta slíkar upplýsingar ekki, en fleygja á sama tíma fram stórfelldum niðurstöðum.

Í öðru lagi, þá langar mig til að kynna orðið "empírískt" fyrir Friðbirni. Þetta er það sem kallast sletta, og á rætur sínar í gríska orðinu empeiria, sem þýðir "reynsla". Því eru "empírísk gögn" það sama og "reynslugögn". Hvort gögnin séu "fræðileg" kemur ekkert inn í myndina. Ég biðst enn fremur afsökunar á að þóknast honum ekki með því að beita 'alþýðlegum stíl' í athugasemdakerfinu á síðunni minni.

Að lokum, þá vil ég bæta því við að ég sé nægar ástæður til þess að "þrást við" í umræðunni um heilbrigðismál, enda mikilvægt málefni. Hins vegar skal ég fúslega fallast á það (og veit af eigin reynslu, sem sonur læknis og viðskiptavinur kerfisins til margra ára) að kerfið er illa rekið og margt mætti bæta. Hvort að einkavæðingin sem Friðbjörn vill sjá sé lausnin, það er annað mál, og þá mikilvægt að afla sér "empírískra gagna" áður en farið er út í allsherjar breytingar sem skipta lífi og dauða.

Annars hefði ég gaman af að vita hvar ég hef "ritað með oflátungsfullum hætti um fræðilega nálgun [mína] og aðferðafræði". E.t.v. geta gestir síðunnar frætt mig um það. Ég veit þó að fræðileg nálgun mín felst ekki í því að slengja fram hinum og þessum tölum og draga ályktanir án þess að tilgreina orsakavaldinn.


8 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 25.4.2006 kl. 20:51
Sindri

Þetta rifrildi ykkar á milli er farið verða dálítið fyndið.

Sindri | 25.4.2006 kl. 20:52
Sindri

insert word: 'að'

Gunni | 26.4.2006 kl. 12:59
Gunni

Rosalega sárnar mörgum það þegar þeim er bent á smá Lapsis linguae, það sést á þeirra Modus tollens. Nær væri að ráðast á skipulegri gagnrýni eins og þá staðreynd að skrif Þorfinns virðast uppfull af Non-causa, Pro-Causa lógík.

Ekki hengja þig í Ad hominem Non Sequitors. Ef misskilningur er fyrir hendi er það samt auðvitað bara Damnum absque injuria, svo lengi sem maður hefur ekki klikkað á Audi alteram partem. That kind of thing just leads to Odium deliberatum.

Sveinbjörn | 26.4.2006 kl. 15:11
Sveinbjörn

Ave Gunni ;) Ekki viljum við ceteris paribus ad hoc hýpótesu.

Grímur | 26.4.2006 kl. 20:01
Grímur

...póstmódernismi?

Arnaldur | 26.4.2006 kl. 22:26
Arnaldur

Hættiði þessum þýskuslettum. It's all greek to me...
Nei, en svona seriously þá er ég nokkuð viss um að empirical hafi nú allavega eitthvað að gera með heimsveldi.

Sveinbjörn | 26.4.2006 kl. 22:45
Sveinbjörn

Það myndi vera "Imperial", af latínu imperator eða imperium.

Gunni | 27.4.2006 kl. 10:38
Gunni

Imperial gögn eru notoriously unreliable ;)