25.4.2006 kl. 00:17
smoker lung

Vilt þú láta slökkva á öndunartækinu og harvesta líffærin ef þú skaddast á heila og verður comatose grænmeti?

Jæja, nú er tækifærið komið til þess að láta landlæknisembættið vita.

Ég er sjálfur búinn að fylla út eitt slíkt. Maður veit aldrei hversu langt maður á eftir, og heimspeki er nú einu sinni hættuleg starfsgrein ;)

Annars þá skrifaði ég á eyðublaðið að þeir myndu sennilega ekki vilja lungun á mér, þar sem þau eru "pulsating, quivering mass of charred, gangrenous, cancer-ridden cellular goo". Í kjölfarið fór ég á Google Images og leitaði uppi mynd af lunganu úr reykingamanni, sem sést hér til hliðar. Já, þetta er ógeðslegt. Aftur á móti þá er venjulegt, heilbrigt lunga ekki beinlínis eitthvað sem vekur upp matarlyst hjá manni...