21.4.2006 kl. 21:59

Ég er búinn að skella upp síðu með hlekkjum á alls kyns upptökur af heimspekingnum Bertrand Russell. Þetta eru bæði fyrirlestrar og viðtöl. Þetta er mestmegnis afar áhugavert.


6 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 22.4.2006 kl. 22:06
Arnaldur

Ég vildi bara benda á að ég deili með þér viðbjóð á reyktóbakinu Roth Handel og tjáði mig um það í tengslum við viðkomandi færslu.

Og ég held í alvöru að ég hafi fengið milt krabbamein við að anda þessu að mér.

Hlynur | 23.4.2006 kl. 21:22
Hlynur

Skemmtileg setning: "Science is what we know, philosophy is what we don´t know." (Úr viðtali Alan Watts, hluta eitt.) En þarf hann þá ekki að samþykkja að vísindakenningar sem reynast ósannar séu ekki vísindi - getum við nokkuð vitað nema það sem er satt?

Sveinbjörn | 23.4.2006 kl. 22:54
Sveinbjörn

Ég hugsa að hann eigi við að vísindi séu þau svið þar sem við vitum hvernig skuli leysa vandamálin eða svara spurningunum -- þ.e.a.s. höfum einhverja aðferðafræði eða stefnu.

Gunni | 24.4.2006 kl. 08:41
Gunni

Ég myndi líka segja að það að "vita" eitthvað preqlude-i ekki þann möguleika að það sé rangt.

Sveinbjörn | 24.4.2006 kl. 14:57
Sveinbjörn

Well, hefðbundna skilgreiningin á þekkingu er "justified true belief"

Sveinbjörn | 24.4.2006 kl. 23:44
Sveinbjörn

Þekking í merkingunni "knowledge", að vita eitthvað í skilningunni "to know".