21.4.2006 kl. 03:23

Það er auðvelt að teikna upp ýmis konar gröf sem sýna bara hluta af þeim þáttum sem máli skipta, og draga síðan alls kyns ályktanir af þeim. Hins vegar mætti í þessu tilfelli hafa það hugfast að þótt fjöldi íbúa sé kannski ekki að aukast mikið, þá er aftur á móti er aldurspýramídinn að breytast: meðalaldur íslendinga er ört að hækka, og fyrir vikið er aukin þörf á heilbrigðisþjónustu.

Sú staðreynd að kostnaður heilbrigðiskerfisins hefur hækkað úr hlutfalli við fjölda heilbrigðisstarfsmanna bendir bara til þess sem allir í heilbrigðisgeiranum vita fullvel: Það er of lítið af starfsfólki til að þjónusta fólk, og launin eru of lág til þess að laða nýtt fólk inn í geiran. Þess utan er lyfjakostnaður einnig að aukast.

PS: Það er merkilegt, að niðurgreiðsla ríkisins á lyfjakostnaði einum og sér kostar ríkiskassann um 6 milljarða, eða svipað mikið og rekstur Háskóla Íslands (sbr. Fjárlög 2006).


9 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 21.4.2006 kl. 15:10
Steinn

Ég er nú ekkert svo viss hversu vel einkaaðilar geta rekið spítalann. Ekki nema þó að öll gjöld verði hækkuð um 1000% eins og raunin er í BNA.

Sveinbjörn | 21.4.2006 kl. 19:30
Sveinbjörn

Mér skilst að óskilvirkni bandaríska kerfisins megi fyrst og fremst rekja til þriggja þátta:

a) Læknarnir hafa afskaplega öflug hagsmunasamtök sem berst gegn öllum tilraunum til breytinga
b) Lyfjafyrirtækin blóðmjólka kerfið
c) Heilbrigðistrygging er ekki "mandatory", sem þýðir að hún er oft á vegum vinnuveitenda, eða keypt beint gegnum heilbrigðistryggingafyrirtæki, sem vilja gjarnan koma sér undan skyldu sinni.

Það væri athyglisvert að komast yfir empírísk gögn um hvernig ríkiskerfi eins og það íslenska, með einkavæddum rekstri, myndi standa sig. Eftir því sem ég best veit, þá eru engin gögn um það fyrirliggjandi. Kannski myndi það þróast út í eitthvað á borð við það bandaríska, hver veit...

Steinn | 21.4.2006 kl. 21:28
Steinn

Ég tel að tveir þættir komi ekki inn í íslensku jöfnun, laun lækna og tryggingarkerfið. Íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingar fá mjög lág laun, til að mynda eru grunnlaun ný útskrifaðara hjúkrunarfræðinga 180.000 kr. eða svo og unglæknar fá um 230.000 kr. á mánuð. Eitt er þó víst að búrókratarnir á LSH fá sækó laun og vinna alltof mikla „yfirvinnu". Mér skilst af þeim sem þekkja til að bókhaldarar, launafulltrúar og fjármálastjórar fá greidda óunna yfirvinnutíma umfram allt og vinna ekki fullann vinnudag, plús að þeir eru á hærri grunnlaunum en hjúkkur og læknar.

Nafnlaus gunga sem heitir Grimur | 21.4.2006 kl. 21:38
Unknown User

Er mögulegt að skipulag vinnunnar í heilbrigðismálum sé einfaldlega ekki gáfulegt rétt eins og með skipulag alls annars ríkisreksturs sem vikið hefur verið frá og fært yfir til einkafyrirtækja?

Hvað þýðir þessi setning eiginlega? Eða er ég bara eitthvað að missa vitið?

M.a.o., asskoti fansí þessi stæling fídus...

Sveinbjörn | 22.4.2006 kl. 05:00
Sveinbjörn

Blessaður Grímur, já þessi stæling fídus er kúl. Maður verður auðvitað að strippa öll hættuleg tög eins og <script> og þannig. Trikkið sem ég nota er að strippa öll 2+ stafir tög nema i,b og u.

Hvað sem því snertir, þá vil ég bæta því við að kvenfólk í miðbæ Reykjavíkur er snargeðbilað og á allt heima á hæli, ef eitthvað má marka upplifun undanfarinna tveggja klukkustunda

Ceteram censeo feminem reykjavicensis esse delendam

Sindri | 22.4.2006 kl. 11:14
Sindri

Nú, segðu frá. Við viljum miðbæjarsögu um geðsjúka kvenmenn.

Grímur | 22.4.2006 kl. 13:04
Grímur

Já, svona fyrir okkur sem ekki getum litið upp úr bókunum um þessar mundir...

Sögustund með Sveinbirni?

Sveinbjörn | 23.4.2006 kl. 05:37
Sveinbjörn

Hate to disappoint you, en ég held að ég haldi þessari sögu að mér...

Nafnlaus gunga | 23.4.2006 kl. 09:21
Unknown User

Ok, mér finnst grunnlaun unglækna fáránlega lág, en mér finnst 180 kall í GRUNNLAUN fyrir hjúkkur ekkert svo svakalega slæmt. Ég meina, ef grunnlaunin væru 250 kall þá væri nýútskrifaðar hjúkkur á kvöldvöktum með tæpann 500kall á mánuði!!!