Ég rakst á þessa hreint út sagt ótrúlegu grein, Why Bertrand Russell Was Not A Christian, eftir einhvern Rev. Ralph Allan Smith, þar sem hann þykist svara frægu gagnrýni Russells á hin kristnu trúarbrögð. Það er þess virði að lesa þetta, ef þá bara til að sjá hvernig þeólógar geta falið tómleika þeirra gagna sem þeir basera trú sína á bak við uppblásið orðaglingur.


10 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 20.4.2006 kl. 00:32
Steinn

Eftir að hafa lesið tæpan helming af þessari svakalegu ritgerð, ákvað ég að hætta. Það gerði ég vegna þess að ég sá að maðurinn var í rauninni ekki að segja neitt. Ekkert kom fram nema að segja að eitthvað gengi ekki upp útaf því að það stendur ekki í Biblíunni. Þetta er alveg ótrúlegt hvernig hann heldur að þenkjandi maður hugsi sinn gang þegar hann vitnar bara í biblíuna?

Sveinbjörn | 20.4.2006 kl. 00:41
Sveinbjörn

Lokaorðin eru rosaleg:

"Russell himself has fallen into the blind cave of eternal night. He is no longer an atheist. Hell and judgment, the fear of which motivated Russell to deny God and to seek to escape from the truth that he knew only too well, are no longer mere religious ideas which he can deny. But the intellectual hypocrisy of Russell's denial of God and the absurdity of his attempted condemnation of Christ remain as a warning for us living, who still have time to turn from the folly of pretended wisdom and embrace the God who offers us everlasting life as a gift of His grace."

Dagur | 23.4.2006 kl. 07:32
Dagur

Er ekki jafnórökrétt að trúa ekki á guð og að trúa á hann? Persónulega hef ég ákveðið að sleppa því að ákveða mig hverju ég trúi í þessum efnum. Það er tímaeyðsla að pæla í þessu því hver heldurðu að geti nokkurn tímann vitað sannleikann? Annaðhvort er til guð eða ekki. Er eitthvað sem bendir sterklega til þess að það sé enginn guð? Er eitthvað sem bendir sterklega til þess að það sé guð? Svo langt sem ég sé er það eina sem heimurinn sýnir heimurinn sjálfur, ekki hvort nokkuð sé handan hans. Hann sýnir bara sjálfan sig. Eða það er það eina sem ég get séð. Hey, kannski er heimurinn eins og svona mynd sem er bara eitthvað munstur en ef þú horfir á hana nógu lengi og "slakar á" augunum þá sérðu einhvern hlut!

Sveinbjörn | 23.4.2006 kl. 18:53
Sveinbjörn

Ég er ósammála þessari greiningu þinni, Dagur. Ef ekkert er hægt að vita um eitthvað (t.d. eins og hvort að það sé bleikur fíll í miðju himingeimsins), þá er það rökrétt að vera skeptískur. Best að halda sig við að trúa bara því sem maður hefur röklegan grundvöll fyrir, og vera skeptískur á restina. Þótt ekki sé hægt að "afsanna" eitthvað, strangt til tekið, þá liggur sönnunarbyrðin á þeim sem kemur með staðhæfingar, ekki þeim sem eru skeptískir.

Dagur | 24.4.2006 kl. 16:08
Dagur

En segjum sem svo að þú komir með þá staðhæfingu að til sé enginn guð.

Dagur | 24.4.2006 kl. 16:56
Dagur

En segjum sem svo að þú komir með þá staðhæfingu að til sé enginn guð.

Dagur | 24.4.2006 kl. 16:59
Dagur

(Þetta átti ekki að koma tvisvar, það er eitthvað að hérna)

Sveinbjörn | 24.4.2006 kl. 23:39
Sveinbjörn

Russell greindi frá því oftar en einu sinni að hann væri strang til tekið ekki aþeisti, heldur *agnostic*.

http://www.threads.name/russell/agnostic.html">http://www.threads.name/russell/agnostic.html

Sveinbjörn | 24.4.2006 kl. 23:42
Sveinbjörn

Þess utan er ekki hægt að ætlast til að einhver sanni eitthvað negatívt.

T.d. þá gæti ég sagt "Það er til 1200 ára gamall maður í Indlandi. Þetta er satt þangað til þú afsannar það!"

Þótt að maður geti ekki afsannað þetta endanlega (nema kannski í teóríu) þá eru góðar og gildar ástæður fyrir því að efast um þessa staðhæfingu, þar sem hún gengur til móts við flest sem við vitum um málið. Hið sama gildir með guðsspurninguna.

Dagur | 27.4.2006 kl. 15:22
Dagur

Ég er ekki að biðja þig um að sanna að til sé enginn guð. Ég er bara að segja að það sé ekki hægt að vita það.