15.4.2006 kl. 18:22

Ég lagði mig í eftirmiddaginn í dag, og lenti í því sem er vist kallað "lucid dream". Ég gerði mér allan tíman fulla grein fyrir því að mér væri að dreyma, en var samt ekki meðvitaður um umhverfi mitt. Ég gat skáldað upp fólk til að tala við, fór á listasýningu með hóp af fólki og ræddi pressing heimspekilegar spurningar við það. Á einhverju stigi málsins kom upp vandræðaleg félagsleg sitúasjón, og ég hugsaði bara með mér í "Þetta er draumur. Nú langar mig til að vakna." Og viti menn, ég vaknaði.

Þetta er mjög skrýtið fyrirbæri...


7 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Gunni | 15.4.2006 kl. 21:12
Gunni

This little skill can also be used to no end of sexual gratification...

...or so I have heard...

--- G.

Sindri | 15.4.2006 kl. 21:18
Sindri

Þetta er magnað fyrirbæri. Þ.e.a.s. að vera meðvitaður um að vera dreyma. Ég hef nokkrum sinnum lent í þessu. Í sumum tilfellum voru þetta martraðir en í öðrum ekki. Það er mjög gott að geta sagt við sjálfan sig: „Þetta er bara draumur“ og gert svo hvern fjandann maður vill.

Dolli | 16.4.2006 kl. 01:21
Dolli

Ég hef lent í þessu nokkrum sinu, þetta getur verið mjög gaman. Trickið er að vita hvað maður æltar að gera þegar maður fær tækifæri á þessu því maður eru eiginlega ekki nóg conscious þegar maður eru í draumnum. Klisan er að fljúga og það var það sem ég prófaði og var mjög gaman. Fyrst skrefið er að taka eftir því að maður sé að dreyma og svo verður að passa að verða ekki of æstur svo að maður vakni ekki, svo eiginlega tekur maður drauminn yfir og svo getur maður gert hvað sem maður vill eiginlega svo lengi sem maður hafa ákveðið það fyrir fram. Ég hef bara lent í þessu þegar ég lagt mig oftast eftir strenous exercise eða skrýtnar svefn venjur.

Niels | 16.4.2006 kl. 12:56
Niels

Ég gat ekki tekið mark á því sem þú skrifaðir því þú sagðir "mér dreymdi". En það er auðvitað "mig dreymdi". Það er þó hótinu skárra en "ég dreymdi".
Þú ert nú varla mikil vitsmunavera ef 14 ára skólaganga skilur svona lítið eftir sig!

Sveinbjörn | 16.4.2006 kl. 15:13
Sveinbjörn

Hahaha, poin taken Níels. Það er rétt hjá þér. Ég er ekki vitsmunavera.

Svanur | 21.4.2006 kl. 02:22
Svanur

Myndin til að horfa á um lucid dreaming er Waking Life. Frábær kvikmynd. Ég lendi oft í svipuðu og þú, vitandi að mig sé að dreyma en aldrei dettur mér í hug að ákveða að gera eitthvað skemmtilegt. Það hlýtur þó að koma að því.

Dagur | 23.4.2006 kl. 07:14
Dagur

Ég man þegar ég var lítill drengur og lenti í þessum skemmtilegu aðstæðum. Ég tók mig til og flaug yfir Vesturbæinn. Hann er fallegur að ofan.