14.4.2006 kl. 17:00

Ég eignaðist Orðabók Menningarsjóðs fyrir nokkrum árum -- þetta er gamla eintak föður míns síðan úr menntaskóla. Ég og Arnaldur höfum verið að nota hana við Scrabble-spil, en um daginn, er það átti að fletta upp orði, rakst Arnaldur á skilgreininguna á orðinu hægrimaður, en hún var eftirfarandi:

hægrimaður k, maður, sem aðhyllist hægristefnu í stjórnmálum, 
stefnu einkaframtaks, auðsöfnunar og lítilla ríkisafskipta.

Faðir minn var búinn að skrifa eftirfarandi við hliðina á þessari skilgreningu:

Þessi skilgreining er röng. Hægrimaður er sá sem vill litlar eða engar breytingar á þjóðskipulaginu burtséð frá því hvernig það er.

Svo virðist sem karlinn hafi sett samasem-merki milli hægrimanns og íhaldsmanns.

Hins vegar þótt mér það sérstaklega merkilegt að enga skilgreiningu á vinstrimanni var að finna í orðabókinni...


7 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Elías | 16.4.2006 kl. 15:21
Unknown User

Mér finnst skilgreiningin á heimakomu vera skemmtilegust. Eða ámusótt, það er vandséð hvor þeirra sé betri.

Sveinbjörn | 16.4.2006 kl. 18:14
Sveinbjörn

Já, það er frekar bjánalegt að útskýra A með B, og B með A.

Q: Hvað er piparsveinn?
A: Það er ógiftur maður
Q: Hvað er ógiftur maður?
A: Það er piparsveinn

Elías | 16.4.2006 kl. 18:33
Unknown User

Já, yfirleitt hleyp ég yfir óþekktar stærðir og læt þær grassera í undirmeðvitundinni, en þegar ég las í Íslendinga Sögu að Snorri hefði ekki getað farið til þings það árið sökum ámusóttar þá gat ég ekki annað en reynt að komast að því hvað þessi dularfulla sótt væri. Þó er ámusótt betri en að vera berrassaður, skilgreiningin fyrir það er best.

Samt er ekkert sem kemst í hálfkvisti við ritmálsdæmið fyrir "toad" í Ensk-Íslenzkri Orðabók Sigurðar Arnar Bogasonar.

Aðalsteinn | 18.4.2006 kl. 20:46
Aðalsteinn

Ritmálsdæmið fyrir 'flogging' í þeirri bók er líka ágætt.

Aðalsteinn | 18.4.2006 kl. 20:46
Aðalsteinn

Annars var þetta ég en ekki Arnaldur sem var að spila við þig Risk í það skiptið... en það er svo sem ekki aðalatriði.

Sveinbjörn | 19.4.2006 kl. 22:56
Sveinbjörn

Risk? Þú meinar Scrabble, right?

Aðalsteinn | 22.4.2006 kl. 12:16
Aðalsteinn

hvaðan kom Risk? Ég hef ekki spilað risk í áraraðir, I swear!