stavsettningavillur skifta eingu máli svo leingi sem fólk skilur það sem ég skriva

Þetta er algengt viðhorf. Ég er aftur á móti á þeirri skoðun að ef fólk er ekki *fært* um að tjá sig á móðurmáli sínu samkvæmt almennt viðurkenndum og skýrt skilgreindum reglum, þá sé sennilega lítið í varið í það sem það hefur til málanna að leggja. Ef fjórtán ár af skólagöngu eða svo hafa skilið *svona* lítið eftir sig, þá er greinilega ekki um neina vitsmunaveru að ræða...


7 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 8.4.2006 kl. 21:01
Steinn

Hvað með þá sem þjást af dyslexiu? Þeir geta ekki stafsett rétt en geta samt sem áður talað góða og gilda íslensku.

Sveinbjörn | 8.4.2006 kl. 21:46
Sveinbjörn

Það er eitt ef menn þjást af takmörkunum eins og dyslexíu -- allt annað ef þeir geta ekki einu sinn lært að skrifa sökum leti eða heimsku.

Unnar | 8.4.2006 kl. 22:37
Unnar

Það fer ekkert sérstaklega í taugarnar á mér þegar fólk skrifar ekki fullkomna íslensku, líklegast því að ég geri það ekki sjálfur. Það sem fer hins vegar í taugarnar á mér er að í dag er hver einasti þumbi á öllum íslenskum spjallborðum farinn að afsaka lélega stafsetningu sína með lesblindu. Það er svo sem gott og gilt fyrir þá sem þjást af lesblindu en ég neita að trúa því að svona margir þjáist raunverulega af lesblindu.

Brynjar | 11.4.2006 kl. 16:03
Brynjar

Skv. wikipedia:

Between 5 and 15 percent of the population can be diagnosed as suffering from various degrees of dyslexia.

http://en.wikipedia.org/wiki/Dyslexia#Facts_and_statistics">http://en.wikipedia.org/wiki/Dyslexia#Facts_and_statistics

Persónulega tel ég það nú ekkert sérstaklega skemmandi fyrir vort ástkæra, ylhýra móðurmál þegar fólk er að skrifa eitthvað crap á svona spjallborð, nema það að sá sem skrifar er að missa af góðri æfingu í málfarsbeitingu ef hann leiðréttir ekki hjá sér villur áður en hann lætur textann frá sér.

Ef ég fengi hinsvegar í hendurnar prentaða bók troðfulla af slíkum stafsetningarvillum þá myndi ég gefa henni sömu meðferð og sést á þessari ljósmynd frá árinu 1933
http://web.nwe.ufl.edu/~gulmer/F97/martesi2/image/books.jpg">http://web.nwe.ufl.edu/~gulmer/F97/martesi2/image/books.jpg

Nafnlaus gunga | 13.4.2006 kl. 18:25
Unknown User

Það vill svo til að ég sótti nýlega um að fá að skila BA ritgerð minni á enskri tungu, en það kom þá í ljós að það er ekki leyfilegt samkvæmt ákvörðun sem var tekin af heimspekiskor Háskóla Íslands. Ég hafði áhuga á að skrifa ritgerð mína á ensku m.a. vegna þess að ég er jafn fær, ef ekki færari, penni á því máli, og það sparar bæði tíma og vinnu að lesa og skrifa á sömu tungu. Ekkert af þeim heimildatextum sem ég vinn með fást í íslenskri þýðingu, og því felst töluverð vinna í þýðingu eða leit að þýðingum lykilhugtaka. Hvernig í andskotanum segir maður eitthvað eins og "subsidiary hypothesis" á íslensku?

Mér þykir furðulegt að mönnum sé ekki heimilt að skila BA ritgerð á ensku, þar sem MA ritgerðir lúta ekki sömu reglu. Þess utan hef ég oft fengið leyfi til að skila ritgerðum á ensku í kúrsum í heimspekiskor með samþykki kennarans, og þá sérkennilegt að sama gildi ekki um BA ritgerð.

Sveinbjörn | 13.4.2006 kl. 20:50
Sveinbjörn

Nafnlaus gunga:

Þú hefur ekki sýnt fram á neina hræsni af minni hálfu. Sú staðreynd að ég vilji skila BA ritgerðinni minni á ensku hefur ekkert að gera með það hvort mér mislíki að menn kunni ekki að tjá sig almennilega á íslensku.

Menn nota hamar til þess að negla og sög til þess að saga. Tungumál eru misgóð og misþægileg eftir viðfangsefni.

Dagur | 23.4.2006 kl. 06:53
Dagur

Ég veit nú ekki hvort fólk sem gerir stafsetningarvillur geti ekki haft neitt til málanna að leggja. Starfsemi heilans deilist víst á mismunandi heilastöðvar og fólk getur verið sterkt á sumum sviðum en veikt á öðrum.