7.4.2006 kl. 16:35

Ég var að spila á Baldwin-píanóið mitt núna áðan, og eins og oft áður, þá fór ég að leika mér að spinna í C-blús skalanum. Eftir skamma stund datt ég inn á helvíti catchy laglínu -- vandinn var sá að laglínan var grunsamlega kunnugleg -- ég mundi bara ekki nákvæmlega hvaðan. Ég hélt áfram að spila hana í von um að þetta myndi rifjast upp, og eftir nokkrar mínútur skaust það eins og elding inn í kollinn á mér. Helvítis "Gimme A Man After Midnight" með Abba. Nágrannarnir hljóta að halda að ég sé eitthvað grillaður í toppstykkinu.


6 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Guðmundur D. Haraldsson | 7.4.2006 kl. 17:40
Guðmundur D. Haraldsson

Hahaha!

Brynjar | 7.4.2006 kl. 18:31
Brynjar

I'd be your man after midnight, baby you know it.

Hugi | 7.4.2006 kl. 18:57
Hugi

Ahahaha!

Hlynur | 9.4.2006 kl. 15:45
Hlynur

Þetta lag er náttúrulega drullu gott, eins og flest allt sem frá Svíþjóð kemur.

Sveinbjörn | 9.4.2006 kl. 16:25
Sveinbjörn

Nei, Svíar sökka...

Dagur | 23.4.2006 kl. 06:40
Dagur

Manstu hver kenndi þér blús skalann?