6.4.2006 kl. 22:36
Mozart composing requiem

Í kvöld fór ég á tónleika þar sem spilað var Requiem eftir Mozart í flutningi Sinfóníuhljómsveit Íslands og Hamrahlíðarkórnum. Sálumessa Mozarts er eitt af glæsilegri hljómverkum í klássíska kanóninu og þótti mér flutningurinn takast með prýði. Ég hef ákveðið að þetta verk skuli spila í jarðarför minni, og af því tilefni skelli ég hér upp í MP3 sniði sjötta hluta sálumessunar, Lacrimosa, í flutningi Berliner Philharmonic undir stjórn Herberts von Karajan.5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Siggi | 7.4.2006 kl. 09:03
Siggi

"Spilað" ?!!
Þetta verður bara flutt á útförini ;)
Það verður bara hóað saman strákana í Berliner Philharmonic og þeir fengnir á staðinn.

Sveinbjörn | 7.4.2006 kl. 16:43
Sveinbjörn

Ég var einmitt að ræða þetta við hann Arnald félaga: Maður þyrfti að fara að byrja að spara fyrir hljómsveitinni.

Brynjar | 7.4.2006 kl. 18:34
Brynjar

ég get nú alveg raulað þetta yfir þér frítt rétt á meðan það er verið að pota þér niður kallinn.

Sveinbjörn | 7.4.2006 kl. 22:41
Sveinbjörn

That's very generous of you, Binni. Eins og allir vita, þá ert þú með raust á borð 200 manna kór.

Dagur | 23.4.2006 kl. 06:36
Dagur

Ég held ég vilji hafa einhverja gleðilega tónlist í minni jarðarför. Eitthvað fallegt í dúr.