6.4.2006 kl. 16:25

Ég var að lesa grein eftir Popper sem heitir "The Myth of the Framework". Í þessari grein er Popper að skíta yfir kúltúral afstæðishyggjufólk sem halda því fram að rational umræða sé ómöguleg nema þeir sem saman ræða deili "conceptual framework"-i. Einn hluti greinarinnar greip mig sem einstaklega skynsamur:

Serious critical discussions are always difficult. Non-rational human elements such as personal problems always enter. Many participants in a rational, that is, a critical, discussion find it particularly difficult that they have to unlearn what their instincts seem to teach them (and what they are taught, incidentally, by every debating society): that is, to win. For what they have to learn is that victory in a debate is nothing, while even the slightest clarification of one's problem -- even the smallest contribution made towards a clearer understanding of one's own position or that of one's opponent -- is a great success. A discussion which you win but which fails to help you to change or to clarify your mind at least a little should be regarded as a sheerloss. For this very reason no change in one's position should be made surreptitiously, but it should always be stressed and its consequences explored.

Rational discussion in this sense is a rare thing. But it is an important ideal, and we may learn to enjoy it. It does not aim at conversion, and it is modest in its expectations: it is enough, more than enough, if we feel that we can see things in a new light or that we have got even a little nearer to the truth.

Ég verð þó að segja að ég er ekki fyllilega sammála Popper um að díalógur sé ávallt mögulegur. Ef þú sest niður með dedicated nasista og reynir að sannfæra hann um að skoðanir hans séu rangar, hvað geturðu sagt? Að hatur gagnvart fólki leiði aldrei til góðs? Hann deilir ekki sömu hugmyndum um hvað sé gott. Að þessar hugmyndir hafi leitt til hrikalegrar útrýmingar á vissum þjóðarbrotum? Hann er ekki sammála þér um að þær hafi verið hrikalegar -- honum finnst þær réttlátar og nauðsynlegar. Á einhverju stigi málsins þá er ofbeldi eina leiðin til að afgreiða svona.

Varðandi BA ritgerðina mína, þá fékk ég heimild frá heimspekiskor til þess að skila henni á ensku, og eru það góðar fregnir. Í tengslum við rannsóknarvinnuna mína transcribe-aði ég örstutta grein eftir Quine sem mér þykir góð og ætla nota sem heimild. Hún heitir "On Simple Theories of a Complex World", og er vel þess virði að lesa.


NB: Það er núna hægt að nota HTML töggin <i> og <b> til þess að gera texta í commentum bold eða italic. Svo eru fleiri viðbætur við Mentatinn -- þeir sem nota spambot protection lykilorðafídusinn geta sparað sér innsláttinn á lykilorðinu, þar sem það geymist nú í cookie og er sett inn sjálkrafa. Og síðan er hægt að slá inn vefsíðuna sína til að comment-heitið hlekki á síðuna manns.

Já, eitt athyglisvert í viðbót. Þessi vefsíða mín hefur núna yfir 300 þúsund orð af skrifuðu efni, ef með eru taldar athugasemdir lesenda.


7 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Aðalsteinn | 6.4.2006 kl. 17:26
Aðalsteinn

Hvað leiðir ofbeldi í því tilviki?

Aðalsteinn | 6.4.2006 kl. 17:26
Aðalsteinn

leysir

Sveinbjörn | 6.4.2006 kl. 17:28
Sveinbjörn

Ég tel t.d. að það hefði ekki verið nein leið að ræða við mennina sem stjórnuðu Þriðja Ríkinu. Enda þurfti blóðugasta stríð mannkynssögunnar til þess að binda enda á það. Meira að segja Russell dróg aftur úr pasifisma í síðari heimsstyrjöld.

Sveinbjörn | 6.4.2006 kl. 17:30
Sveinbjörn

Og í því tilfelli þá leysir það vandann af að hafa irrational og (að mínu mati) beinlínis illa menn ráðandi yfir örlögum milljóna manna.

Brynjar | 6.4.2006 kl. 19:59
Brynjar

Það væri líka kúl að baka eina smáköku sem geymir hvaða stylesheet viðkomandi fílar.
Því eins og máltakið segir "Once you go black, you never go back"

Sveinbjörn | 6.4.2006 kl. 22:34
Sveinbjörn

Það er nú þegar þannig að style sheet liturinn geymist í köku.

Sveinbjörn | 6.4.2006 kl. 23:17
Sveinbjörn

Og já, annar fídus kominn. Núna verða URL sjálfkrafa að linkum, t.d.

http://www.sveinbjorn.org/">http://www.sveinbjorn.org