6.4.2006 kl. 16:12

Mér hefur ávallt þótt sláandi hversu miklir hugvitsmenn Forn-Grikkir voru, og hversu framarlega þeir stóðu í afstöðu sinni gagnvart veröldinni í samanburði við aðrar siðmenningar sem á eftir komu. Ekki þarf að leita lengra heldur en til Xenophanesar:

The Ethiops say that their gods are flat-nosed and black
While the Thracians say that theirs have blue eyes and red hair.
Yet if cattle or horses or lions had hands and could draw
And could sculpture like men, then the horses would draw their gods
Like horses, and cattle like cattle, and each would then shape
Bodies of gods in the likeness, each kind, of its own.
Aristarchus

Þarna höfum við hugmynd um trúarbrögð sem nær ekki aftur rótum fyrr en í skrifum Feuerbachs á 19du öld.

Síðan kom Aristarchus með sólmiðjukenningu, mörgum öldum fyrir Krist, sem skýtur upp kollinum aftur hjá Kóperníkusi. Það er auðvitað hrikalega írónískt að Galíleó hafi staðið fastur á sólmiðjukenningunni þar til honum var hótað fangelsisvist, og að menn hafi verið brenndir á báli eða bannfærðir fyrir slíkar staðhæfingar, en síðan reynist það hreinlega ekki vera satt í þeim skilningi sem ætla mætti. Í líkani nútíma eðlisfræðinnar þá mætti alveg eins segja að himingeimurinn snúist um jörðina eins og að jörðin snúist um sólina...