5.4.2006 kl. 03:25
William of Ockham

Ég vil benda þeim sem leggja stund á heimspeki á hreint út sagt frábæra heimild: The Encyclopedia of Philosophy Collier-Macmillan (1967). Hún er örlítið úrelt, en hver einasta færsla er gullnáma og inniheldur ávallt góðar ábendingar á hvar frekari efni er að finna. Ég er svo heppinn að eiga eintak í fimm bindum frá 1974 sem faðir minn gaf mér, en hún er líka til úti á Þjóðarbókhlöðu.

Síðan vil ég nefna það að Wikipedia er handónýt sem heimild um heimspeki. Vandinn er ekki sá að þær greinar sem eru til staðar séu nauðsynlega slæmar. T.a.m. er greinin um Hume vönduð og góð. Vandinn er sá að þær eru oft ekki til, eða of stuttar.

Síðan er það helst í fréttum að allt gengur afskaplega vel með BA-ritgerðina. Því meira sem ég sekk mér í þetta efni, því meiri áhuga fæ ég á því.


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 5.4.2006 kl. 21:48
Sindri

Passaðu bara að skera þig ekki á hnífnum.

Arnaldur | 6.4.2006 kl. 02:55
Arnaldur

Yes, yo' ma would be devastated! :)

Sveinbjörn | 6.4.2006 kl. 22:57
Sveinbjörn

Rakhnífurinn er ekki svo beittur ;)