29.3.2006 kl. 20:24

Spámaðurinn Zaraþústra hafði á réttu að standa þegar hann sagði heiminn einkennast af átökum tveggja afla. Hins vegar hafði hann rangt fyrir sér um hver þessi öfl væru. Heimurinn einkennist nefnilega ekki af átökum hins góða og hins illa, heldur af átökum B-fólks og A-fólks.

Reichstag Flag B

Við "B"-fólkið rísum ekki á fætur fyrir hádegi, við förum ekki í kaldar sturtur og heilinn á okkur er upp á sitt besta í svartmyrkri miðnættis. Kall okkar til svefns er fuglasöngur sólrisu og morgunumferðin þegar kúgarar og óvinir okkar, A-fólkið, rísa úr rekkju.

Ég spyr: Af hverju erum við "B" en þetta pakk "A"? Af hverju er það ekki öfugt? Lífstíll B-mannsins er bersýnilega betri -- það eru við sem verðskuldum fyrsta bókstaf stafrófsins. Nú kynni einhver smart-ass að benda á að A-fólk fái stöðu fyrr í stafrófinu því það vaknar fyrr, en þetta er auðvitað ekkert nema útúrsnúningur. Tíminn er afstæður -- það mætti alveg eins segja að B-fólkið sé að vakna *langt* á undan A-fólkinu, og sé í rauninni "degi" á undan. Nei, sannleikurinn er sá að við B-menn erum kúgaðir af A-pakkinu. Þeirra afbakaði sólarhringur, framleiðsla frumstæðs bændasamfélags, á ekkert skylt við metrópólíska lífstílinn, og því lítil ástæða fyrir að halda í hann. Ekki er þörf á dagsbirtu fyrir skrifstofuvinnu og þjónustustörf, og þar sem á birtu er þörf má hæglega afgreiða málið með nútíma ljósatækni.

Byltingin mun koma, ég sver það...


6 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Hugi | 30.3.2006 kl. 00:10
Hugi

Ég er A-maður vegna afgreiðslutíma verslana og pósthúsa. Annars væri ég B-maður.
Held raunar að ég sé C-maður. Langar mest að vaka út árið og sofa í janúar, febrúar og mars.

Gunni | 30.3.2006 kl. 10:39
Gunni

Fuck it, fuck it, fuck it in the eye socket.

Steinn | 30.3.2006 kl. 21:31
Steinn

Þið verið að muna að við B-menn erum minnihlutahópurinn í þessari skilgreiningu. Það er meirihlutinn sem kúgar okkur í að vera B-menn en ekki eitthvað annað. Það verður líka að segjast að það er alltaf skemmtilegra að vera í minnihlutahóp en í einhverjum meirihluta, fólk sem lifir samkvæmt því sem þeim er sagt.

"Fram, fram, aldrei að víkja.
Fram, fram, B-menn og börn."

Brynjar | 1.4.2006 kl. 15:21
Brynjar

Farnsworth A: Let's recap what's happened so far. As you can see, I accidentally created a box containing your universe.

Farnsworth 1: While I, in a simultaneous blunder, created a box containing your universe.

Leela A: This is getting confusing. Why don't we call our universe "Universe A" and this universe "Universe B"?

Bender 1: Hey! Why can't we be Universe A?

Fry 1: Yeah!

Farnsworth 1: We want A!

Zoidberg 1: It's the best letter!

Fry A: We called it first. Besides, this place kinda feels like a "B", y'know?

Leela 1: Alright, you can be crummy Universe A and we'll be Universe 1.

Fry 1: Or "The Mongooses". That's a cool team name. The Fighting Mongooses!

Sindri | 2.4.2006 kl. 18:44
Sindri

Ég er B maður. No doubt about it.

Sveinbjörn | 3.4.2006 kl. 21:12
Sveinbjörn

Já, eins og allt siðsamlegt fólk, Sindri.