28.3.2006 kl. 22:20
<NÖLDUR> University of Iceland

Það vill svo til að ég sótti nýlega um að fá að skila BA ritgerð minni á enskri tungu, en það kom þá í ljós að það er ekki leyfilegt samkvæmt ákvörðun sem var tekin af heimspekiskor Háskóla Íslands. Ég hafði áhuga á að skrifa ritgerð mína á ensku m.a. vegna þess að ég er jafn fær, ef ekki færari, penni á því máli, og það sparar bæði tíma og vinnu að lesa og skrifa á sömu tungu. Ekkert af þeim heimildatextum sem ég vinn með fást í íslenskri þýðingu, og því felst töluverð vinna í þýðingu eða leit að þýðingum lykilhugtaka. Hvernig í andskotanum segir maður eitthvað eins og "subsidiary hypothesis" á íslensku?

Mér þykir furðulegt að mönnum sé ekki heimilt að skila BA ritgerð á ensku, þar sem MA ritgerðir lúta ekki sömu reglu. Þess utan hef ég oft fengið leyfi til að skila ritgerðum á ensku í kúrsum í heimspekiskor með samþykki kennarans, og þá sérkennilegt að sama gildi ekki um BA ritgerð.

</NÖLDUR>

6 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Hlynur | 29.3.2006 kl. 11:19
Hlynur

"That's a bummer man..."

Sveinbjörn | 29.3.2006 kl. 19:24
Sveinbjörn

Ég er kominn með lausn á þessu vandamáli -- ég skrifa ritgerðina á ensku og þýði hana síðan yfir á íslensku. Þannig blandast ekki saman vinnan við þýðingar og vinnan við að smíða siðsamlegan akademískan texta.

Sindri | 29.3.2006 kl. 23:24
Sindri

Er það samt ekki bara auka vinna? Þegar þú ert loksins búinn að skrifa þessa blessuðu ritgerð þá áttu eftir að þýða allt draslið. Ég myndi skrifa þetta bara jafnóðum á íslensku.

Sveinbjörn | 30.3.2006 kl. 00:07
Sveinbjörn

Ég hefði hvort eð er þurft að þýða hana yfir á ensku -- ekki ætla ég að eiga BA ritgerðina mína einungis á máli sem 300 þús manns skilja.

Sindri | 30.3.2006 kl. 09:55
Sindri

Hehe, nei ég skil þig. En það er ekki eins og þetta sé einhver doktorsritgerð...eða hvað? ;)

Sveinbjörn | 30.3.2006 kl. 14:25
Sveinbjörn

Það er svo sem alveg rétt -- menn eru alltaf að mikla þetta fyrir sér.