27.3.2006 kl. 18:10
Albert Speer

Ég er núna að lesa bókina Albert Speer: His Battle With Truth, 1200 blaðsíðna doðrant eftir ungverska sagnfræðinginn Gitta Sereny. Bókin fjallar um ævi Speers, samband hans við Adolf Hitler og stöðu hans sem "fremsti arkítekt Þriðja Ríkisins" og síðar sem hergagnaráðherra Þýskalands síðustu tvö ár stríðsins. Speer sat í gegnum Nuremberg réttarhöldin, en var einn af sjö verjendum sem hlaut fangelsisdóm í stað þess að vera hengdur. Einn meðal þeirra ákærðu lýsti Speer yfir iðrun sinni, og neitaði því að hafa vitað um útrýmingabúðirnar. Vafalaust bjargaði það honum frá snörunni.

Sagnfræðingar eru að miklu leyti sammála um að skipulagningshæfni og atorka Speers kunni að hafa framlengt stríðið í Evrópu um ár eða svo. Eftir að hafa afplánað 20 ára dóminn í Spandau-fangelsi gaf Speer út ævisögu sína og bókina Inside the Third Reich -- báðar urðu metsölubækur og gerðu hann að ríkum manni. Óháð sekt Speer í glæpum nasista, þá er tæpast hægt að neita því að hann kunni að hanna byggingar. Þetta er stórglæsilegur arkítektúr:Speer-1


Speer-3


Speer-4


Speer-5

Hér að ofan sést "Dómkirkja ljóssins" -- Nuremberg rallýið fræga, þar sem Speer lét 50 flugvarnarljóskösturum vera beint upp á við til að skapa vegg af ljósi sem svipar til arkítektúrsins.


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Gunni | 28.3.2006 kl. 14:00
Gunni

And, on tomorrow's edition of "Nazis I Have Known and Loved" - none other than the unstoppable Otto Skorzeny!

Arnaldur | 28.3.2006 kl. 16:04
Arnaldur

Já, ertu svoldid hrifinn af skipulagshæfni nazistanna?

Sveinbjörn | 28.3.2006 kl. 17:41
Sveinbjörn

Þetta hefur ekkert við skipulagshæfni að gera -- það er flotti arkítektúrinn.