23.3.2006 kl. 19:58

Ég er sem stendur að taka kúrs í enskri málsögu mér til skemmtunar, og verð að segja að þetta er alveg stórskemmtilegt -- þá sérstaklega vegna þeirrar ágætu bókar sem við lesum, sem heitir A History of the English Language eftir Albert C. Baugh. Ég er núna að lesa um hvernig ensk tunga bætti við sig fjöldanum öllum af nýyrðum á tímum endurreisnarinnar. Ekki voru allir enskumælandi menn sáttir við nýyrðin. Sir Thomas Chaloner sem þýddi Erasmus yfir á enska tungu 1549, hefur eftirfarandi að segja í þeim efnum er hann skrifar um þá sem sletta frönsku og latínu

Such men therfore, that in deede are archdoltes, and woulde be taken yet for sages and philosophers, maie I not aptelie calle theim foolelosophers? For as in this behalfe I have thought good to borowe a littell of the Rethoriciens of these daies, who plainely thynke theim selfes demygods, if lyke horsleeches thei can shew two tongues.

Sir Thomas More

Enn merkilegra er sú staðreynd að í sumum tilfellum má rekja uppfinningu vissra orða til ákveðna manna. Prentlistin var enn í bernsku sinni, og því gat einn og einn höfundur haft drastísk áhrif á þróun málsins, þar sem lesendur hans átu upp nýyrðin. Sir Thomas More (sennilega frægastur fyrir að láta sér ekki detta í hug að segja "I recant my Catholicism") getum við þakkað fyrir eftirfarandi orð:

absurdity, acceptance, anticipate, combustible, compatible, comprehensible, congratulatory, contradictory, detector, dissipate, endurable, exact, exaggerate, exasperate, explain, fact, frivolous, implacable, indifference, insinuate, inviolable, monopoly, monosyllable, necessity, obstruction, paradox, pretext o.fl.

Á 17. öld var sett á laggirnar "The Royal Society", sem var ensku tungunni til betrumbótar -- e.t.v. er það þeim að þakka að heimspekitextar Englendinga gegnum tíðina eru jafn skýrir og auðskiljanlegir og þeir eru. Baugh segir eftirfarandi um félagið:

They argued that the English prose of scientists and scholars should be stripped of ornamentation and emotive language. it should be plain, precise and clear. The style should be non-assertive. Assent was to be gained not by force of words but by evidence and reasoning. An author writing on [scholarly subjects] should convey "a sense of his own fallibility... [He] never concludes but upon resolution to alter his mind upon contrary evidence...he gives his reasons without passion...discourses without wrangling, and differs without dividing." Essentially, this amounted to a repudiation of classical principles of rhetoric, which had accented powers of persuasion and could easily be used to project mirages of plausibility. Language, it was urged, should be geared for dispassionate, rational --literally prosaic--discourse. In this way English prose could facilitate a national unity built around scientific honesty and social utility.

Þarna vottar strax á því sem hefur aðgreint enska heimspeki frá heimspeki meginlandsins -- skýrleiki, skýrleiki, skýrleiki.


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Dagur | 24.3.2006 kl. 02:31
Dagur

En áhugavert! Gæti hugsað mér að lesa þessa bók einhvern tímann.

Hlynur | 24.3.2006 kl. 11:33
Hlynur

Félagar þínir þeir Ayer og Russell hafa svo sannarlega tekið sér hluta af boðskapnum til fyrirmyndar: "English prose of scientists and scholars ... should be plain, precise and clear."

En þeir virðast hafa gleymt þessu: "The style should be non-assertive."

Sveinbjörn | 24.3.2006 kl. 17:08
Sveinbjörn

Hahahaha, það er rétt hjá þér, Hlynur. Það verður seint sagt að Language, Truth and Logic sé non-assertive rit.