18.3.2006 kl. 22:31
Winblows

Ég var að reka mig á enn einn hlutinn sem ég þoli ekki við Windows stýrikerfið. Afhverju er sá valkostur í contextual menus á skjölum að velja "Delete", en þegar maður gerir það, þá *spyr* Windows "Do you want to move X to the Recycle Bin?". Ef að einhver aðgerð færir eitthvað í Recycle Bin þá ber hún að hafa sama heiti. Þetta er hreinlega villandi. Að delete-a skjölum er að delete-a skjölum. Að henda í Recycle Bin er að henda í Recycle Bin. Afhverju eru þeir að blanda þessu saman?

Og hvað er síðan málið með að kalla ruslakörfuna "Recycle Bin"? Það er ekki eins og skjölin séu endurnýtt! Notandinn fær villandi hugmyndir um hvað gerist þegar hann velur "Empty Recycle Bin" -- enda skjölin hans e.t.v. uppi sem flíspeysur eða iðnaðarílat?

Og hvað er málið með að setja "My" á undan öllu? My Computer, My Documents, My Blablablabla o.s.fv. Það er kannski örlítið vit í þessu þegar maður er að skoða lókal skjöl, en hvað ef þú tengist tölvu einhvers annars gegnum eitthvað file sharing protocol? Þá heita möppurnar þar allar My Documents o.s.fv. en þetta eru í því tilviki ekki "My" Documents, heldur "Somebody else's Documents". Þetta getur bara ollið misskilningi og vandræðum.

Síðan eru auðvitað skilaboðsdíalógarnir í Windows hrikalegir: "Windows has detected a DLL file that conflicts with the version you are about to install. Are you sure that you don't want to keep it instead of overwriting it" með valkostunum "Yes" og "No". Notandinn þarf auðvitað að lesa villuskilaboðin gaumgæfilega, smíða rökritið í hausnum á sér og velja síðan játandi eða neitandi svar, á meðan takkarnir hefðu auðvitað átt að vera sagnir: "Overwrite" "Cancel" eða e-ð álíka.

Alveg atrocious notendaviðmót á þessu kerfi. M$ ættu að skammast sín að geta ekki gert betur, með 50 þúsund manns í vinnu hjá sér (skv. nýjustu tölun) og milljarða ofan á milljarða af lausafé.


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Halldór Eldjárn | 19.3.2006 kl. 00:15
Halldór Eldjárn

Heyrðu! Ég er svo hjartanlega sammála, hér er gluggi sem ég rak mig á fyrir svolitlu síðan.

http://www.jmu.edu/computing/security/images/image002.jpg

Þetta gerir Windows:

-> Spyr hvort maður vilji opna file-inn
-> Varar mann mjög við því að þetta gæti verið vírus
-> Spyr mann hvernig maður vill eyðileggja tölvuna sína, Save eða Run

Guðmundur D. H. | 19.3.2006 kl. 16:55
Guðmundur D. H.

Og 'save' er sjálfgefið. Gaman. Disaster, þetta kerfi.

Árni | 19.3.2006 kl. 23:10
Árni

Interesting rant. 3 out of 5 stars.