"Vatn er söluvara. Rétt eins og allt annað í þessum heimi."-- Friðbjörn Orri Ketilsson


11 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Niels | 20.3.2006 kl. 00:28
Niels

ég veit það fyrir víst, að ég hef drukkið úr mörgum læknum án þess að vatnið hafi verið til sölu. Bykkjan hans Don kíkóta drakk vatn ókeypis.
En kemur ekki annars voða fín mynd af mér þegar ég kommenta hérna? Þessvegna er ég sko að kommenta.

Doddi | 20.3.2006 kl. 14:02
Doddi

Það er þannig lagað ekkert rangt við þessa fullyrðingu. Spurningin er sú hvort að vatn _ætti_ að vera söluvara.

Sveinbjörn | 20.3.2006 kl. 16:32
Sveinbjörn

Ég hef ekkert við "vatn er söluvara" að athuga. Hins vegar sýnir "rétt eins og allt annað í þessum heimi" hversu grunnt Friðbjörn hefur hugsað þessi mál.

Til að byrja með, þá verða hlutir ekki að söluvörum fyrr en fólk byrjar að selja þá. Ef hann á við að það sé hægt að *gera* allt að söluvöru, þá hefur hann bersýnilega rangt fyrir sér. Ekki er hægt að yfirfæra eignarétt á öll efnisleg fyrirbæri, hvað þá abstrakt hluti eða andleg fyrirbæri.

Sem dæmi, þá er í praxis (um sennilega alla ókomna framtíð) ómögulegt að koma upp eignarétti á loftslagi, ljósi, veðri, þyngdaraflinu, hljóðrýminu o.fl. Svo er augljóslega einn mikilvægasti hluti mannlegrar reynslu utan markaðsins, hreinlega vegna þess að hann lýtur ekki mannlegri stjórn nema að takmörkuðu leyti: tilfinningar.

Ef mér finnst t.d. Friðbjörn Orri afskaplega leiðinlegur maður, þá getur hann ekki keypt það að ég njóti félagsskaps hans. Hann getur vissulega greitt mér fyrir að þykjast finnast hann skemmtilegur, eða sýna leiðindum hans umburðarlyndi, en þetta myndi auðvitað ekki breyta stöðu mála, nefnilega því að mér fyndist hann leiðinlegur.

Hið sama mætti segja um sanna vináttu -- það er vissulega hægt að "kaupa sér vini", en keyptir vinir eru ekki sannir, og yfirgefa skipið strax og það sekkur.

Enn mætti bæta við að boðefni heilans sem framkalla kynferðislega aðlöðun er einungis hægt að hafa væglega áhrif á með flæði fjármagns -- Quasimodo gæti ekki keypt sér (andlega) ást allra stúlkna.

Þetta eru bara örfá dæmi, en ættu að duga til að láta í ljós að sýn á heiminn sem einskorðast við hagfræðiútreikninga getur ekki lýst mannlegri reynslu í heild sinni (enda ekki ætluð fyrir slíkt). Mér þykir hins vegar merkilegt (og þetta sé ég oft í heimspekitextum) þegar menn taka hugtakakerfi sem ætlað er fyrir eitt takmarkað svið (þ.e.a.s. lýsingu á frjálsu hagkerfi), og reyna yfirfæra það á annað svið þar sem það á hreinlega ekkert við (þ.e.a.s. allt í þessum heimi).

Dagur | 21.3.2006 kl. 00:11
Dagur

Mikið var þetta vel sagt hjá þér Sveinbjörn

Doddi | 21.3.2006 kl. 12:38
Doddi

Ég er alveg sammála þér í flestu þarna, en hins vegar verð ég að segja að það er ekkert í þessum tilteknu skrifum Friðbjörns Orra sem bendir til þess að hann sé að beita hagfræðiútreikningum á mannlega reynslu. Með orðum sínum "eins og allt annað í þessum heimi" held ég einmitt að hann hafi átt við solid hluti eins og vatn og annað slíkt.

Doddi | 21.3.2006 kl. 12:39
Doddi

Annars er ég enginn fylgismaður Orra.

Sveinbjörn | 21.3.2006 kl. 17:04
Sveinbjörn

Eins og ég benti á í fyrri athugasemd minni, þá *er* ekki allt í þessum heimi söluvara, ekki einu sinni efnislegir hlutir. T.a.m. þá myndi ég ekki selja úr mér augun, óháð því hversu hátt væri boðið. Augun mín eru ekki söluvara, og munu aldrei verða það, a.m.k. ekki meðan ég er á lífi.

Það sem þetta snýst um, auðvitað, er beiting á lýsingum. "Allt annað í þessum heimi", án frekari skýringar, vísar á mengi allra hluta í heiminum mínus vatn. Ef maður á við "alla efnislega hluti í heiminum, með nokkrum undantekningum" og að það sé "hægt að gera þá að söluvörum", þá segir maður það. Menn gera sig að athlægi með því að vanda ekki orðalag sitt.

Það er ágætis prinsíp að meina það sem maður segir, og segja það sem maður meinar.

Doddi | 21.3.2006 kl. 19:19
Doddi

Skemmtileg umræða. Hins vegar myndi ég skilgreina þann hlut söluvöru sem einhver er til í kaupa, ekki þann hlut sem einhver vill ekki selja. Hence augun á þér eru alveg eins söluvara. Þessi skilgreining er náttúrulega að miklu leyti bundin við efnislega hluti, en það helgast náttúrulega af þeirri staðreynd að það er hreinlega ekki hægt að kaupa sumt, eins og hljóðrými t.d. Sem náttúrulega færir okkur aftur að upprunalega punktinum, Orri notaði óheppilegt orðalag. Bara pæling sko.

Sveinbjörn | 22.3.2006 kl. 00:09
Sveinbjörn

Þú kemst ekki í kringum vandann með því að skilgreina "söluvöru" sem eitthvað sem e-r er til í kaupa -- í raun gerir það málstaðinn verri, þar sem það eru ótal hlutir sem enginn maður hefur áhuga á því að greiða fyrir.

Aftur á móti þá fólk almennt til í hljóta greiðslur fyrir flest allt, að því gefnu að það sé nægilega örvæntingarfullt.


Doddi | 22.3.2006 kl. 10:00
Doddi

Ég er samt ennþá á þeirri skoðun að hlutur sé söluvara, svo fremi sem einhver vilji greiða fyrir hann. Það er rétt, það er fullt að hlutum sem fólk vill hljóta greiðslu fyrir en enginn vill kaupa, en þá er viðkomandi hlutur ekki söluvara. Ég myndi alveg míga í tóma kókflösku og selja það, en ég efast um að nokkur maður hefði áhuga á kaupa slíkt. Þ.a.l. er hland mitt ekki söluvara.

Doddi | 22.3.2006 kl. 10:01
Doddi

En ég ítreka auðvitað að skilgreining mín er bundin við ákveðin skynsemismörk.