12.3.2006 kl. 18:51

Það er fín lína milli þess að hafa of mikið að gera og að hafa of lítið að gera. Ef maður hefur of mikið að gera þá stressast maður, en ef maður hefur of lítið að gera þá leiðist manni. Ég veit að þetta hljómar nett eins og Siðfræði Níkómakkosar eftir Aristóteles, en maður þarf að fara einhvern gullin meðalveg í þessum efnum, og það er ég ekki að gera um þessar mundir. Þar sem ég er einungis að vinna BA ritgerð, og ekki í neinum öðrum kúrsum af viti, þá er hver einasti dagur vikunnar laugardagur -- fyrir vikið kem ég engu í verk, hvorki í ritgerðinni né öðru. Ég þyrfti helst að koma mér upp einhvers konar vinnurútínu, þar sem ég eyði X fjölda klukkustunda á dag annars staðar heldur en í kjallaraholunni minni, e.t.v. á stað þar sem er dagsbirta og engin nettengd tölva.


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Hugi | 13.3.2006 kl. 00:44
Hugi

Dagsbirta og engin nettengd tölva... Landsbyggðin?

Sveinbjörn | 13.3.2006 kl. 01:08
Sveinbjörn

Ég er viss um að án freistinga borgarlífsins þá gengi mér betur að læra ;)

Gunni | 13.3.2006 kl. 15:52
Gunni

Freistingar borgarlífsins verandi siðmenning og cuisine sem einmarkast ekki við pylsur og prins polo?

Sveinbjörn | 13.3.2006 kl. 16:19
Sveinbjörn

Meira eða minna, já :D