8.3.2006 kl. 18:20

Vá. Microsoft er búið að setja af stað nýja leitarvél -- getur þetta fyrirtæki ekki gert neitt vel?

Til að byrja með vil ég benda á að þessi síða...

  • Birtist ekki eða ekki rétt í W3C-samhæfðum vöfrum á borð við Opera, Safari, Konqueror, og virkar ekki einu sinni í eldri útgáfum (<6.0) af MS Internet Explorer.
  • Notar gríðarlega mikið af JavaScript, sem er hægvirkt og mun eyðileggja síðuna fyrir þeim notendum sem slökkva á JavaScript af öryggisástæðum -- og trúið því, byggt á reynslu minni hjá FRISK, að það er nóg af slíku fólki
  • Birtir fullt af pirrandi JavaScript popups með alls konar dóti sem maður þarf ekki í leitarvél, t.a.m. bookmarks og síðan promo fyrir aðrar M$ þjónustur. Ef maður lokar þessum popups, þá geymast stillingarnar í cookies, sem þýðir að ef maður hreinsar cookies hjá sér eða fer í "Private Browsing" mode þá kemur þetta allt saman aftur.
  • Í stað þess að nota scroll-barinn í vafranum til þess að renna gegnum leitarniðurstöður, þá er notaður einhver sérhannaður JavaScript scrollbar, þar sem scroll-blokkin er alltaf í miðjunni. Fyrir vikið veit maður aldrei hvar innan niðurstöðulistans maður er staddur. Þar að auki er bara hægt að scrolla listann með svokölluðu Smooth Scrolling, sem ég þoli ekki. Og auðvitað virka Page Up og Page Down takkarnir ekki til þess að renna upp og niður listann.
  • Sú staðreynd að listinn er dýnamískt myndaður með Javascript kóða þýðir að maður getur ekki notað "Find" til þess að leita innan niðurstöðulistans.
  • Notar AJAX tæknina (Asynchronous Javascript And XML), sem þýðir að beiðnir og heimsóknir á síðuna setja töluvert álag á vefþjónana sem hýsa hana -- það segir allt sem segja þarf að síðan var Slashdottuð fyrr í dag.
  • Gerir það ómögulegt að bookmarka leitarniðurstöður, því niðurstöðurnar eru fengnar gegnum AJAX en ekki CGI beiðnir.
  • Heitið á leitarvélinni er Windows Live, þrátt fyrir þá staðreynd að þetta er vefsíða og leitarvél, og því á engan hátt tengd Windows stýrikerfinu. Síðan er ekkert "Live" við þetta fyrir utan það að AJAX tæknin sendir beiðnir um gögn í bakgrunninum í stað þess að gera það á hefðbundinn hátt með CGI URLi.
  • Þar sem allar niðurstöðurnar birtast í einum lista, þá er ekki hægt að leggja á minnið nokkurn veginn hvar einhver ákveðin síða var í leitarniðurstöðunum (t.d. Ah, ég leitaði að "Quantum field theory" og síðan var á þriðju leitarniðurstöðusíðu).
  • Síðast, en ekki síst, þá gefur leitarorðið "Sveinbjörn Þórðarson" upp vefsíðuna hans Huga en ekki síðuna mína ;).

Með öðrum orðum, þessi leitarvél er viðbjóðslegur, illfnykjandi turdur. Google-killer my ass...


19 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 8.3.2006 kl. 20:15
Arnaldur

Wow, en hvað þetta er hræðilega shitty lortur, þessi leitarvél.

You know what they say...

..."Live sucks!"

Steinn | 9.3.2006 kl. 01:42
Steinn

Vefurinn er ekki enn búinn að loadast hjá mér. Ég var að komast að því hvað nýjasta Windows stýrikerfið á heita: Bullocks XP, home edition

Arnaldur | 9.3.2006 kl. 08:53
Arnaldur

Gæti það haft eitthvað með ákveðið robots.txt skjal á síðunni þinni, að live.com er ekki að featura þig í niðurstöðunum sínum? Þar sem stendur neblilega:

"# I sure as hell ain't helping Microsoft with their #
# stinking search engine

User-agent: msnbot*
Disallow: /
User-agent: Msnbot*
Disallow: /"

Sveinbjörn | 9.3.2006 kl. 15:15
Sveinbjörn

Jú, það er rétt hjá þér Arnaldur. Hins vegar tilgreinir robots.txt einungis að ég vilji blokka MSNBot -- sem er crawlerinn fyrir MSN leitarvélina. Ég tilgreini hvergi í þessu skjali að ég vilji blokka þessa "Live" search engine. ;)

Sindri | 9.3.2006 kl. 15:22
Sindri

HAha, True so true. Djöfulsins drasl er þetta. Þetta loadaðist ekki upp í Safari-inum hjá mér.

Halldór Eldjárn | 9.3.2006 kl. 16:08
Halldór Eldjárn

Ég held að svarið við spurningu þinni, Sveinbjörn sé: "Nei, þetta fyrirtæki getur ekki gert neitt vel".

Guðmundur D. H. | 9.3.2006 kl. 16:45
Guðmundur D. H.

Prófið að leita eftir einhverju á www.msn.com annars vegar og www.live.com hins vegar.

Getur ekki hugsast að sömu eða svipuð gögn liggi að baki báðum þessum leitarvélum og að MSNbot sé sá sem safni?

-G.

Guðmundur D. H. | 9.3.2006 kl. 16:46
Guðmundur D. H.

... og þess vegna birtist síðan þín ekki, Sveinbjörn?

-G.

Sveinbjörn | 9.3.2006 kl. 17:42
Sveinbjörn

Allar líkur á því, G.

Halldór Eldjárn | 9.3.2006 kl. 19:36
Halldór Eldjárn

En hvernig fáið þið þetta til að virka? Í hvaða vafra?
Búinn að reyna Safari og Firefox.
Eru M$ ekki hættir að gera IE fyrir Mac?

Siggi | 9.3.2006 kl. 21:01
Siggi

En hei, hver þarf staðla þegar maður er með buzz-word-complient vef :D

Guðmundur D. H. | 10.3.2006 kl. 01:13
Guðmundur D. H.

Halldór: Þetta gums virkaði strax í Firefox hjá mér (útgáfa 1.0.7)...

Sveinbjörn | 10.3.2006 kl. 02:58
Sveinbjörn

Já,, þessi vefur *virkar* í Firefox...

Einar Jón | 10.3.2006 kl. 23:34
Einar Jón

Ég skoðaði Google Cache af síðunni - það er fljótleg leið til að sjá hversu FUBAR svona síður eru. Það er ekki fallegt.

Þeir eru þó hættir að nota script á síðunni til að "laga" urlið eins og þeir gera á http://www.start.com/3/ (annað MS leitarsíðudrasl)

Siggi | 11.3.2006 kl. 11:53
Siggi

Ég er að velta því fyrir mér, notar einhver svona "portal" eins og þessar síður voru kallaðar árið 2001.

Kannski er eini munurinn á þessum tímabilum sá, að í dag er notað Ajax til að draga stock-ticker-inn yfir á hægri dálkinn fyrir neðan veðurspána.

Ég meina, maður leikur sér að þessu í 10 mín og síðan fer maður eitthvað annað.
Þetta á ekki bara við MS Live, heldur líka Google Personalized Home, netvibes, Goowy og hvað þetta heitir allt saman.

Sveinbjörn | 11.3.2006 kl. 16:28
Sveinbjörn

Ég hef aldrei notað svona portal fyrirkomulag -- en mér skilst samt að Yahoo lifi ennþá góðu lífi, þannig að þeir hljóta að gera *eitthvað* rétt...

Siggi | 11.3.2006 kl. 16:35
Siggi

Já, þeir kaupa fullt af litlum veffyrirtækjum sem eru að gera hlutina rétt :D

Einar Jón | 15.3.2006 kl. 23:09
Einar Jón

Í öðrum fréttum: google "microsoft dungfest" skilar slatta af linkum á þessa síðu...
http://www.google.com/search?q=microsoft%20dungfest

Sveinbjörn | 16.3.2006 kl. 19:06
Sveinbjörn

Já, það er skiljanlegt, enda er orðið dungfest sjaldgæft.