6.3.2006 kl. 00:04

Jæja, nú verður þessi drykkja að fara að hætta.

Pain!

Eftir að hafa fengið mér hressilega af bollunni í afmælisteiti á Hverfisbarnum endaði ég aftur í blackout í gærkvöldi, og tókst aftur að slasa mig -- en í þetta skipti voru það ekki bara skrámur og brákaður putti, heldur brákað rifbein. Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvernig það gerðist, en trúið mér, þetta er djöfullega sársaukafullt. Hver einasta líkamshreyfing sendir leiftrandi, nístandi taugaboð upp í heila. Fyrir vikið hreyfi ég mig nú eins og örkumla gamalmenni.

Ég sit núna heima, útúrdjönkaður á Parkódíni og öðrum sætindum.

Punch Glass

Á svipuðum nótum, hvað í fjandanum er málið með heilbrigðiskerfið í þessu landi? Í hvert einasta skipti sem ég fer á slysadeild þarf ég að bíða í a.m.k. tvær klukkustundir, með einungis þriðja flokks kellingablöð til afþreyingar. Í ljósi þess að 40% af fjárlögum íslenska ríkisins fer í þetta kerfi, þá finnst mér lágmark að það sé almennileg bráðamóttaka. Þetta blessaða *hátæknisjúkrahús* (djöfulsins buzzword er það annars) má alveg bíða -- hvað með að dæla meiri peningum í bráðamóttökuna, sem er nú andlit heilbrigðiskerfisins út á við?4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 6.3.2006 kl. 04:59
Arnaldur

Já, ég segi niðurskurð á hjartadeild til að hægt sé að gera bráðamóttökuna meira inviting. Svona út á við. Litla konfektkassa og nudd meðan maður bíður, og jafnan biðtíma fyrur alla...

...Fokk hvað ég er eitthvað grumpy núna...

...Never mind. En hvernig er það? Varstu ekki ónýtur í rifbeininu í síðustu viku líka?

Sveinbjörn | 6.3.2006 kl. 12:18
Sveinbjörn

Þetta var falskostur sem þú birtir þarna. Valið stendur ekkert nauðsynlega milli góðrar bráðamóttöku eða góðrar hjartaþjónustu. Í kerfi sem notar 120 milljarða, eða um 40% af fjárlögum, þá hlýtur að vera hægt að hagræða peningum á þann hátt að menn fái ekki kerfisbundið shitty þjónustu á bráðamóttöku.

Áverkar mínir eftir ryskingarnar við Akureyrska rasistann voru smávægilegt stöff miðað við núverandi "world of pain".

Arnaldur | 6.3.2006 kl. 13:22
Arnaldur

hmmm...
Ég var líka fullur þegar ég skrifaði þetta.

Anyway, þá er ég svosem enginn stranger to ER-waiting rooms. Manni er yfirleitt hætt að blæða og tilbúinn að fara þegar maður fær afgreiðslu. Þannig var það allavega í tvö síðustu skiptin hjá mér. Læknirinn þurfti að opna sárið aftur til að sauma það, enda fer ég yfirleitt bara heim að sofa ef ég slasa mig á djamminnu þessa dagana. Pointið er að eins og svo margar aðrar góðar stofnanir er bráðaóttakan understaffed og sennilega underfunded.

Sveinbjörn | 6.3.2006 kl. 16:02
Sveinbjörn

Það er einmitt málið -- afhverju er viljinn fyrir hendi til þess að byggja nýtt sjúkrahús, en enginn vilji til þess að greiða fólkinu sem þar starfar mannsæmandi laun, og sjá til þess að pleisið sé almennilega staffað?