Mér hefur verið bent á að Opera-notendur sem heimsækja þessa síðu hafi lent í að vera vísað á skilaboð um að sækja Firefox. Skilaboðin eru eingöngu ætluð notendum Internet Explorer, og því biðst ég afsökunar. Vandamálið hefur verið leiðrétt, og nú ættu notendur Opera að geta lesið síðan án vandkvæða.

Þetta var bara spurning um að breyta if klausu í Mentat module-inu:

if ($ENV{'HTTP_USER_AGENT'}=~ m/MSIE/ && $ENV{'HTTP_USER_AGENT'} !~ m/Opera/)

í staðinn fyrir

if ($ENV{'HTTP_USER_AGENT'}=~ m/MSIE/)

Og já, þetta er dirty hack ;)

Annars var ég aftur spurður um daginn af hverju ég meina notendum IE aðgang að síðunni. Svarið er margþætt -- fyrst og fremst er það vegna þess að IE renderar þessa fullkomnlega W3C-compliant síðu ekki rétt, og ég hef takmarkaða þolinmæði fyrir því á að vinna mig í kringum alla gallana í IE til þess að hún birtist rétt (Box Model, ugh!). Síðan tel ég það borgaralega skyldu mína sem tölvunörd að vísa mönnum á betri kost. Og svo græði ég auðvitað dollara frá Google fyrir hverja manneskju sem setur inn Firefox gegnum síðuna mína....


1 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 5.3.2006 kl. 05:50
Arnaldur

Ég skil ekki hvað stendur í gulu kössunum. Efterhaanden, langar mig ekki til að skilja það sem stendur í gulu kössunum.