4.3.2006 kl. 17:29

Úff, ég varð alveg sauðdrukkinn í gær ásamt Kalla og Tobba, og stór hluti kvöldsins er horfinn mér úr minni. T.d. man ég ekkert hvernig mér tókst að fá allar þessar skrámur á hnén, eða bráka litla puttann.

Smá Sherlock Holmes taktar virtust gefa eftirfarandi til kynna: ég hef komið heim ekki seinna en fimm um morguninn, sest niður, hlustað á lagið "Hanging Around" með The Stranglers og borðað leyfarnar af máltíðinni sem ég keypti á Krua Thai fyrr um kvöldið. Eftir það opnaði ég nýjan sígarettupakka úr kartoninu sem ég keypti í Svarta Svaninum fyrr þann daginn og reykti tvær sígarettur. Ég hlýt að hafa týnt kveikjaranum mínum, því ég fann eldspítupakka á borðinu. Ég hlýt einnig að hafa verið afskaplega drukkinn og í annarlegu ástandi, því þeir þrír bjórar sem eftir sátu í kælinum er ég fór út úr húsi í gærkvöldi lágu ósnertir.

Ach, það er ekki gaman að þurfa að pússla saman atburðum í lífi sínu, after the fact...


6 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Hlynur | 4.3.2006 kl. 19:30
Hlynur

Brákaður litli putti hljómar ekki vel! En þú hafðir a.m.k. vit á að velja þer góða tónlist...

Sveinbjörn | 4.3.2006 kl. 19:35
Sveinbjörn

Hahaha, já, það er gott að vita að áfengið rænir mann ekki af tónlistarsmekknum.

Halldór Eldjárn | 5.3.2006 kl. 01:10
Halldór Eldjárn

Just hangin' around.

Mjög annarlegt ástand á þér að drekka EKKI þessa þrjá bjóra...

Arnaldur | 5.3.2006 kl. 05:47
Arnaldur

Ég veit ekki hvort það tengist þessu fylleríi, en þú virðist hafa sent mér lag með Stranglers (sem ég hef enn ekki náð að hlusta á.)

Arnaldur | 5.3.2006 kl. 05:48
Arnaldur

...og já. Það er painful að þurfa að piece-a saman gærkvöldum.

Sveinbjörn | 5.3.2006 kl. 15:40
Sveinbjörn

Úff, ég er í sama pakka í dag. Og með enn fleiri meiðsli, í þetta marinn á rifbeinunum til vinstri.

Ég verð að fara að hætta þessu...

Það var eitthvað við bolluna sem ég drakk í afmælispartýinu hjá Sæma sem virkilega kickaði inn...