3.3.2006 kl. 14:44
Egils Premium

Loksins world-class íslenskur bjór

Ég bjóst ekki við því að ég myndi nokkurn tímann enda á því að auglýsa vörutegund (hvað þá íslenska) hér á síðunni, en mér finnst ég þó knúinn til þess að benda fólki á hinn frábæra íslenska bjór Egils Premium, sem ég uppgötvaði nýlega. Þessi bjór er algjört eðalbrugg -- bragðgóður og fyllandi (pun intended) -- og bruggaður með íslensku byggi. Hann minnir mig eilítið á tékkneska Staropramen, sem fæst því miður ekki í ÁTVR.

Mér finnst aðrir íslenskir bjórar ekki komast nálægt honum. Ekki einu sinni hinn heittelskaði Víking.

ATH: Ein af athugasemdunum við þessa færslu bendir á að ég sé að brjóta íslensk lög (og ekki í fyrsta sinn) með því að auglýsa bjór hér ;). Ég hef ósköp einfalt svar við því: ritskoðunarnasistarnir geta étið það sem úti frýs.


14 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Gunni | 3.3.2006 kl. 15:25
Gunni

Look for a review of this very fine brew in the next issue of Grapevine - hitting the newsstands on the 10th of March.

However, Víking still rocks my world.

Gunni | 3.3.2006 kl. 15:31
Gunni

"Every normal man must be tempted at times to spit on his hands, hoist the black flag, and begin slitting throats."

~H.L. Mencken

Halldór Eldjárn | 3.3.2006 kl. 15:53
Halldór Eldjárn

Sveinbjörn, þú veist að það er ólöglegt að auglýsa áfengi sem er sterkara en 0,5 %, sem þú myndir einu sinni ekki kalla "áfengi".

Gunni | 3.3.2006 kl. 16:02
Gunni

Samt er þetta auglýst gjörsamlega allsstaðar, eins og t.d. í næsta tölublaði þess frábæra rits sem Reykjavík Grapevine er. Það er hreint út sagt ómissandi bla...

OK, I'll stop.

Arnaldur | 3.3.2006 kl. 16:22
Arnaldur

Æi, víking er ekkert sérstakur. Fínn bjór, en dull as fuck. Samt undoubtedly með betri íslensku bjórunum.
Premium inniheldur tékkneska humla (að mig minnir), sem útskýrir Staropramen keiminn. En er að öðru leyti bruggaður úr íslensku sjitti. Sum sé, íslenskasti bjórinn í ríkinu sem útskýrir rediculous prísinn (útfra landbúnaðarstefnunni hér... og áfengispólisíunni... og háu verðlagi).
Annars virðist ég einn um það að bera kala til Víking. Hann er jú mest seldur hér á landi. Ég bara skil það ekki, því hann er fokking dýr, og fólk gæti alveg eins keypt sér einhvern gæðabjór fyrir þennan pening.

Sveinbjörn | 3.3.2006 kl. 16:46
Sveinbjörn

Gunni getur svarað þessu: hann vill meina að maður verði mest fuct af Víking, og það virðist vera það sem landinn er að leita eftir.

Gunni | 3.3.2006 kl. 16:51
Gunni

Ég skrifaði einmitt grein um þetta mál í þetta margumtalaða blað.

Ég var síðan að skoða áfengismagns og prís-lista áðan og það sló mig hvað Tuborg Gold virðist vera óeðlilega góð kaup. Svo núna ætla ég að gera smá tilraun, drekka hann einvörðungu í kvöld og skipta svo yfir í annaðhvort Víking eða Premium á morgun. Eða öfugt.

In any case, mér finnst ég alltaf vera við það að verða útúr fökked eftir þrjá eða fjóra þambaða Víking. Kannski drekk ég hann bara hraðar en annan bjór?

Sveinbjörn | 3.3.2006 kl. 16:59
Sveinbjörn

Well, ef þú þambar hann...

Ef maður þambar þrjá-fjóra bjóra á stuttu tímabili þá kickar það alveg vandlega inn, óháð því hvort það er Víking eða ekki.

Annars er Premium 5,7% áfengur, Víking 5,6%.

Arnaldur | 3.3.2006 kl. 18:16
Arnaldur

Ég held að það sé almennt hægt að fullyrða að Tuborg Gold provide-i besta balance af áfengismagni, prís og gæðum. Svo er hann ofaníkaupið innfluttur frá DK, sem instantly setur hann langt ofar sull-Tuborgnum sem er bruggaður hér.

Binni | 3.3.2006 kl. 20:33
Binni

Bygg er almennt ekki ingredient í þessum algengustu lagerbjórum eins og Víking, Tuborg ofl. Reyndar er malt unnið úr byggi og notað í flestalla bjóra í dag. Óunnið bygg er í dag lítið notað nema í breskan stout og fleiri þétta bjóra.

Samkvæmt Reinheitsgebot er þó leyfilegt að nota bygg í bjórbruggun, en í nýrri þýskri löggjöf um bjór er bannað að nota ómaltað bygg en leyfilegt er að bæta sykri í ölið(heiniken oj).

Er samt ekki líka malt í premium ?

Sveinbjörn | 3.3.2006 kl. 20:40
Sveinbjörn

Það er smá maltkeimur af honum, því verður ekki neitað, Bé.

Arnaldur | 4.3.2006 kl. 06:51
Arnaldur

Hver var að tala um bygg? Ef þetta er athugasemd um humlana þá er hún misplaced. Reyndar finnst mér þekking þín á Reinheitsgebot meira en virðingarverð, sem og almenn þekking þín á bjórframleiðslu. Það mættu fleiri kynna sér þetta ferli.
En láttu humlana mína vera.
Og btw, Heineken er einn mesti superb bjór sem hefur verið framleiddur, enda margverðlaunaður.
Afsakið outburstið, en ég held að þessu hafi verið beint til mín.

Arnaldur | 4.3.2006 kl. 14:54
Arnaldur

Hmmm...
Ignore that last remark.
Ég var mjög drukkinn.

Sveinbjörn | 4.3.2006 kl. 17:20
Sveinbjörn

Æi, Heineken er ekkert spes. Skil ekki afhverju fólk er alltaf að hrósa honum...