Í morgunblaðinu í dag var frétt um norska rannsókn á tengslum milli reykinga og þunglyndis. Rannsóknin hafði athugað rúmlega tvö þúsund manna úrtak af þunglyndissjúklingum og komist að því að hlutfall reykingamanna meðal þunglyndra var talsvert hærri heldur en meðal venjulegra manna í Noregi. Af þessu drógu þeir þá ályktun að reykingar geti ýtt undir þunglyndi.

Eins og ég vona að lesendur mínir geri sér grein fyrir, þá er þetta algjörlega óásættanleg niðurstaða út frá gögnunum. Það gæti verið að sambandið milli þunglyndis og reykinga sé "acausal", þ.e.a.s. bæði þættirnir séu orsakaðir af þriðja þættinum, og ekkert orsakasamband sé þar á milli. T.a.m. er auðvelt að ímynda sér að tóbaksreykingar séu algengari hjá þeim sem neyta mikilla fíkniefna, sökum félagslegra þátta -- en fíkniefnaneysla getur síðan í mörgum tilfellum leitt til þunglyndis. Þarna er ekkert orsakasamband milli reykinganna og þunglyndisins, heldur einungis fylgni.

Ég er með smá skilaboð til þessara norsku "fræðimanna". Repeat after me:

Fylgni er EKKI það sama og orsakasamband
Fylgni er EKKI það sama og orsakasamband
Fylgni er EKKI það sama og orsakasamband
Fylgni er EKKI það sama og orsakasamband

Svona, nú ætti ykkur að líða betur.


12 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 28.2.2006 kl. 21:50
Steinn

Ég hugsaði það sama þegar ég las þessa frétt. Það sem ég vildi einnig benda á er að það er mikil fylgni milli reykinga og geðsjúkdóma. Það er heldur ekki hægt að kynna rannsókn og sýna fram á eitthvað sem hefur ekki verið hluti af rannsókninni, þ.e.a.s. þú verður að vera að kanna hvernig reykingar og þunglyndi eiga saman og setja fram þær rannsóknarspurningar. Það er ekki hægt að taka einhverja fylgnisstuðla og sem eru ekki í samhengi og ætlast til þess að sýna fram á orsakasamband. Reyndar veit ég ekki hvort þessi könnun hafi verið til þess gerð, en fréttinn sagði ekkert til um það og dreg ég því þá ályktun að svo sé ekki.

Halldór Eldjárn | 28.2.2006 kl. 23:03
Halldór Eldjárn

Frekar stupid af þeim að segja að "reykingarmenn meðal þunglyndra", sem mér finnst meira þýða "þeir sem eru þunglyndir og hafa þessvegna byrjað að reykja," en ekki öfugt eins og þeir halda fram.

Sindri | 1.3.2006 kl. 00:06
Sindri

Svona tölfræðingar eru stórvarasamir. Ég þoli ekki hvað menn túlka sum gögn frjálslega.

Gunni | 1.3.2006 kl. 12:21
Gunni

Það er sterk fylgni á milli fjölda þeirra sem útskrifast með BSc í tölfræði og loftslagsmengunar.

Hugi | 1.3.2006 kl. 13:07
Hugi

Svo ekki sé minnst á greinilega tengingu milli fækkunar sjóræningja og hækkandi menntunarstigs á vesturlöndum.

Eða þá staðreynd að vestur-þýskaland náði sér fyrst á strik efnahagslega eftir að þeir hér um bil útrýmdu gyðingunum. Tilviljun? Ég held ekki.

Sveinbjörn | 1.3.2006 kl. 15:53
Sveinbjörn

Halldór, þetta er alveg hárrétt athugasemd hjá þér: það má vel vera að þeir sem eru þunglyndir fyrir séu líklegri til þess að byrja að reykja en aðrir -- þannig mætti orsakasambandið ganga í öfuga átt!

Þetta er algjör pseudo-fræðimennska.

Gunni | 1.3.2006 kl. 17:31
Gunni

I just noticed something. Eftir því sem fleiri svara þessari færslu hjá Sveinbirni, þeim mun styttra á ég eftir í vinnunni þangað til að ég get farið í ríkið og svo heim.

Respond like the wind, comrades!!

Doddi | 1.3.2006 kl. 19:51
Doddi

Touché, salesman. Núna er ég ekki að verja reykingar, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem reykingar eru tengdar við allan fjandann. Ætlaði einmitt að koma inn á sama punkt og Halldór, held að þeir sem eru þunglyndir eða með þunglyndis-potential séu líklegri til að byrja að reykja.

Guðmundur D. H. | 1.3.2006 kl. 22:29
Halldór Eldjárn | 2.3.2006 kl. 13:54
Halldór Eldjárn

Ef við settum þetta dæmi upp á milli kynja en ekki á milli þunglyndra og óþunglyndra:

Segjum bara að karlar hafi 55% en konur 45%, þá má segja (a) "Karlar eru líklegri til að byrja að reykja heldur en konur" en ekki (b) "Það eru meiri líkur á að maður breytist í karlmann ef maður reykir".

Í þunglyndis dæminu getur maður orðið þunglyndur og losnað við þunglyndi.

Í kynjadæminu ER maður annaðhvort karl eða kona, en þunglyndi er ákveðið ástand sem getur orsakast af öðrum hlutum í kringum mann.

Hvað segiru um þetta Sveinbjörn?

Sveinbjörn | 2.3.2006 kl. 14:56
Sveinbjörn

Þetta er alveg rétt hjá þér, Halldór.

Gunni | 2.3.2006 kl. 15:34
Gunni

Reyndar er ekki tæknilega hægt að "losna við" klínískt þunglyndi frekar en aðra geðræna kvilla, en það er í raun skilgreiningaratriði sem kemur til út af sérstöðu þessara sjúkdóma og erfiðleikum við að mæla þá nákvæmlega. Þeir eru því tæknilega séð krónískir í eðli sínu.

Ef þú hefur einhverntíman þjáðst af geðsjúkdóm en gerir það ekki lengur, ertu í raun í "in remission" in perpituity.