13.2.2006 kl. 16:30

Jæja, góðir hálsar. Ég er núna staddur á Akureyri, höfuðborg Norðursins og kapítal íslenskrar siðmenningar. Á laugardaginn síðasta fór ég á eitt svakalegasta suddafyllirí í langan tíma ásamt erlendu nemunum hérna. Fyrir rest lenti ég í ryskingum við einhvern inbred rasista-hillbilly heimamann, sem öskraði á mig "Ertu EKKI ÍSLENDINGUR??? VILTU LÁTA ÞETTA ARABA-PAKK RÍÐA ÞÉR Í RASSGATIÐ???!!!". Ég sagði honum að hann gæti tekið sitt rasistahatur og troðið því upp í rassgatið á sér. Slapp vel frá þessu, er bara eilítið marinn á brjóstkassanum. Vinir gaursins skárust í leikinn og drógu hann upp í bifreið. Siðmenning Norðursins: gotta love it...


11 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Aðalsteinn | 13.2.2006 kl. 17:49
Aðalsteinn

Já, það er stórhættulegt að fara út á land.

Halldór Eldjárn | 13.2.2006 kl. 21:07
Halldór Eldjárn

HAHAHAHAHA! Vonandu ertu ekki meira meiddur.

(HAHAHA-ið hlegið eins og þegar Jez hló að Mark í sjónvarpinu með yfirskriftina "anti social behavior")

Arnaldur | 14.2.2006 kl. 00:08
Arnaldur

Ha? Afhverju sagði hann þetta? Varstu með araba-böll í rassgatinu þegar hann kom að þér?
(Smá óljós tilvísun í David Cross)
Nei, en þetta fólk veit greinilega hvað það syngur. Ekki myndi ég vilja vera Al Quaida maður að reyna að sprengja... ehhh... KEA? á Akureyri!

Steinn | 14.2.2006 kl. 03:26
Steinn

Skrítið að þetta hafi hent þér þar sem þú varst ekki að reyna við stelpu! Ég hélt að sveitalúðar lömdu bara utanaðkomandi ef þeir væru að reyna við konurnar sem biðja til guðs um ferskmeti.

Gunni | 14.2.2006 kl. 10:46
Gunni

Hvenær kemurðu svo heim í siðmenninguna, piltur? Mig vantar uppbyggilega gagnrýni á grapevine.is síðuna, since you don't like it I thought you could suggest some changed.

Sveinbjorn | 14.2.2006 kl. 15:16
Sveinbjorn

Ég kem aftur heim 19da Feb, ef sveitalýðurinn gengur ekki frá mér dauðum fyrst ;).

Siggi | 15.2.2006 kl. 15:32
Siggi

Já þetta er annað en lífið í stóru kartöfluni, þar sem eru ekki Slagsmál útaf kvennfólki og enginn kynþáttahatur. :)

Dagur | 15.2.2006 kl. 19:38
Dagur

Þú missir af tónleikunum mínum þann 18. Greyið.

Sveinbjörn | 17.2.2006 kl. 21:26
Sveinbjörn

Ég verð nú reyndar að játa að þótt að ég hafi oft komist í klandur niðri í miðbæ Reykjavíkur, þá hef ég nú aldrei lent í einhverjum svona hillbilly rasista-nasista áður. En það er svosem rétt hjá þér, Siggi, maður getur ekki alhæft um heilan bæ byggt á einni leiðinlegri uppákomu.

Reyndar sagði einn asískur gaur við Háskólann á Akureyri mér að heimamenn væru gjarnan eilitlir rasistar.

Siggi | 21.2.2006 kl. 00:16
Siggi

Jújú. það eru alltaf einhverjir kúkalabbar með vesen, sama hvert maður fer.

Sveinbjörn | 23.2.2006 kl. 16:53
Sveinbjörn

Það er satt -- en ætla að vofa mér að segja að landsbyggðin sé með hærri hlutfall ;)