Jaeja, fyrsta faerslan i svolitinn tima. Eg er staddur a radstefnu i Compiegne i Frakklandi, nordan vid Paris: NuCog, Cognition, Motivation and Action; an interdisciplinary seminar. Thetta er radstefna a vegum Erasmus thannig ad ferdin er greidd fyrir mig af Evropusambandinu. Tolvuadstadan herna er hreint ut sagt omurleg, og ekki hjalpar ad eg tharf ad skrifa thetta a fronsku lyklabordi. Frakkadjoflarnir nota ekki QWERTY thannig ad thad tekur mig heila eilifd ad koma hlutum fra mer.

Fyrirlestrarnir hafa verid misgodir -- allir enskumaelandi heimspekingarnir hafa verid med athyglisverda fyrirlestra. Aftur a moti eru frakkarnir agalegir -- faestir theirra kunna ord i ensku, og thad ad stydjast vid thydingar jafnodum er ekki svo frabaert i grein eins og heimspeki. Thar ad auki eru their allir i meginlandshefdinni, og lata ut ur ser "verbose" bull i miklum skommtum. Serstaklega slaemur var einhver franskur intellectual, Bernard Stiegler, fra Centre Georges Pompidou, sem helt tveggja klukkustunda fyrirlestur a fronsku um efnahagslega, menningarlega og kynferdislega urkynjun a athafnagetu mannsins undir kapitalisku markadsfyrirkomulagi. Thad hjalpadi ekki ad gaurinn leit ut alveg eins og Foucault.

Annars hef eg verid ad nota taekifaerid til thess ad borda godan mat og drekka franskan bjor og vin. Thad er reyndar skitakuldi herna. Mer og nokkrum odrum nemum tokst ad tynast i thessum litla bae og gengum i hringi i tvo klukkutima i nistingskulda thar til logreglan visadi okkur heimleidis. Eflaust hefur afengid spilad thar einhvern thatt...

Enskukunnatta frakkana er agalega leleg. Eg hafdi audvitad ordid var vid thetta i fyrri heimsoknum minum, en thetta er fyrsta skiptid sem eg se franska akademiu svona "up close". Jafnvel folk a doktorsnemastigi kann afskaplega litla ensku, og er thar af leidandi ofaert um althjodlegt samstarf. Thessir frakkar thurfa af "wake up and smell the bacon" -- althjodlega fraedimalid er enska og ef menn vilja ekki vera ad stunda fraedimennsku i sinum afskekkta litla heimi tha thurfa their hreinlega ad laera ensku, hversu stoltir sem their kunna ad vera af eigin mali.

Eg hef thetta ekki lengra i bili...


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 25.1.2006 kl. 19:36
Sindri

Flott, ég vissi ekki að þú værir í Frakklandi. Hvernig kom það til?

Steinn | 26.1.2006 kl. 08:31
Steinn

„Jafnvel folk a doktorsnemastigi kann afskaplega litla fronsku, og er thar af leidandi ofaert um althjodlegt samstarf." Já, þetta er áfall að frakkar tali ekki neina frönsku!

Sveinbjörn | 26.1.2006 kl. 10:31
Sveinbjörn

Ég er hérna á heimspekiráðstefnu á vegum Erasmus. Þetta er samstarfsverkefni milli alls kyns skóla í Evrópu og fæst mest megnis við fílósófíu hugans og hugfræði (þ.e.a.s. cognitive science).

Ég sótti bara um og það var víst ekkert mál að fá að koma, allur ferðakostnaður og hótel greitt af EU.

Halldór Eldjárn | 26.1.2006 kl. 18:53
Halldór Eldjárn

Ferðakostnaður = bjór ?

:D

Siggi | 26.1.2006 kl. 23:53
Siggi

"No way, no how..." ;)