Málið með kjarnorkuvæðingu Írana hefur borist í tal undanfarna daga. Eins og venjulega þá berst það í tal hvort Bandaríkin muni fara inn með herafla. Þetta er að mínu mati afskaplega ólíklegt. Íran sker sig frá Írak á marga vegu:

Iran Cathedral
  • Íran er fjórum sinnum stærri að flatarmáli
  • Íran er með þrisvar sinnum fleiri íbúa
  • Íran býr ekki við óvinsælt Hussein-týpu einræði heldur við klerkastjórn
  • Íbúar Íran hafa sýnt fram á að þeir eru tilbúnir til þess að berjast heiftarlega gegn bandarískum afskiptum af landinu
  • Íran er ekki með jafn alvarlegan "rogue nation status" og Írak

Svo hafa Bandaríkin ekki eins mikið international political capital í dag og þeir höfðu 2003. Önnur innrás inn í múslímaríki myndi gera allt brjálað. Svo er spurningin um hvort bandaríski skattgreiðandinn myndi sætta sig við að fjármagna tvö afskaplega dýr erlend stríð. Innrás inn í Íran yrði margfalt kostnaðarmeiri heldur en Írak, og töluvert erfiðara að koma á friði í fjallendinu þar. Þeir gætu endað uppi með skæruhernað í áratugi.

Nei, ég tel nokkuð víst að ekki einu sinni Bush stjórnin sé svona vitlaus.


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 13.1.2006 kl. 13:53
Arnaldur

Sveinbjörn, það sem að þú skilur ekki, ekki frekar en allt hitt hippa-liberal pakkið, er að Bandaríkjunum ber skylda til að ráðast inn í Íran.
a) Til að uppræta þessa ógeðslegu villutrú.
b) Til að koma á lýðræði í heiminum.
c) Til að koma í veg fyrir að það séu til religiously motivated regimes sem stjórna kjarnorkuvopnum.

Þú segir að Íranir munu berjast. Þetta er að sjálfsögðu rökvilla, þar sem að þetta fólk býr ekki við neina menningu og allir vita að arabar eru svikulir og aldrei drottinhollir.

Svo yrði dauðinn nú líka bara mikil frelsun fyrir þetta aumingja fólk.

Sveinbjörn | 13.1.2006 kl. 14:01
Sveinbjörn

"Til að koma í veg fyrir að það séu til religiously motivated regimes sem stjórna kjarnorkuvopnum."

Hahaha! That's hilarious. Er Bush stjórnin semsagt ekki religiously motivated?

Steinn | 13.1.2006 kl. 20:45
Steinn

Ekki gleyma Afgahnistan, þetta yrðu þrjú stríð. Það verður samt að taka það inn í dæmið að BNA eru búnir að koma miklum kostnaði yfir á Þjóðverja.

Bush stjórnin er ekki trúarlega mótíveruð, þeir eru siðgæðislega mótíveruð, m.ö.o. jú þeir eru eiginlega trúarlega mótíveruð. Þeir segja alltaf að þetta sé útaf 'moral obligation', en þessi 'moral obligation' eru byggð á baptískri ofstækistrú.