12.1.2006 kl. 01:04

Ég las nýlega gagnrýni á eyðslu utanríkisráðuneytisins. Þar var sendiráð Íslands í Mosambík tekið sem dæmi, og þar var bent á að land á stærð við Ísland hefði lítið sem ekkert að gera við sendiráð þar í landi.

Það er í sjálfu sér alveg alveg rétt. Hins vegar er málið ekki svona einfalt. Ísland hefur samning við hin Norðurlöndin um að deila sendiráðssvæðum. Hin löndin eru með sendiráð í ýmsum öðrum löndum í kring -- Íslendingar hafa afnot af þjónustu þessara sendiráða, og aðrir norðurlandabúar hafa aðgang að sendiráð Íslands í Mósambík. Þannig má segja að sendiráð Íslands í Mósambík sé einfaldlega greiðsla Íslands fyrir sendiráðsþjónustu í næstum allri sub-Sahara Afríku.

Þeir sem vilja gagnrýna eyðslusemi ríkisins ættu frekar að beina augum sínum að kostnaðinum við niðurgreiðslur til bænda, gígantísku möppudýrahjörðina sem þjónustar þingmenn, eða þessum 100 milljón krónum sem fara á hverju ári í "Kristnihátíðarsjóð"


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Aðalsteinn | 12.1.2006 kl. 17:39
Aðalsteinn

Mig rámar í að útskýring Halldórs Ásgrímssonar á sendiráðinu í Mosambique hafi verið á þá leið að þar hafi einhver norðurlandaþjóðin verið að opna sendiráð og skrifstofa verið laus og að þeir hefðu bara ekki getað slegið á móti boði um að vera með...

Aðalsteinn | 12.1.2006 kl. 18:03
Aðalsteinn

Hmm, Danmörk, Svíþjóð og Noregur eru öll með sendiráð í Mosambique. Þau eru raunar öll á sömu götunni í Maputu, Av. Julius Nyerere, en sendiráð Íslands er á Av. Zimbabwe sem ég veit svo sem ekki hvort er langt frá hinum. En já... ef þessi skýring þín ætti við rök að styðjast væri þá ekki líklegra að sendiráð Íslands væri í einhverju landi eða borg þar sem hinir hafa ekki sendiráð?

Burtséð frá því þá er ég sammála því að röflið yfir eyðslu utanríkisráðuneytisins virðist oft bera þess merki að menn telji starfsemi sendiráða með öllu tilgangslausa.

Það er líklega af því að sendiráðin eru svo sjáanleg en eyðsla sem fer fram á einhverri gagnslausri ríkisstofnun (ímyndum okkur að slíkar séu til) er hins vegar kannski ekki eins augljós.

Aðalsteinn | 12.1.2006 kl. 18:05
Aðalsteinn

Finnar eru þar líka reyndar á sömu götunni. Mér sýnast Finnar og Svíar vera í sama húsi og Danir og Norðmenn í sama.

Sveinbjörn | 12.1.2006 kl. 18:26
Sveinbjörn

Noh, ég sá ekki hin norrænu sendiráðin þegar ég var þarna úti. Verst að ég spurði ekki Benedikt sendiherra um þetta. Annars skilst mér að það eigi að flytja sendiráðið til Suður-Afríku, þar sem aðgangur að þjónustum er betri.

Hlutverk sendiráðsins er að miklu leyti að sjá um hjálparstarf íslendinga þarna.