8.12.2005 kl. 10:53

Jæja, hér kemur smá tölfræði um þennan vef, spýtt út úr Mentatinum:

Ég hef póstað 453 færslum í heildina, frá upphafi síðunnar 12. október 2003 fram til dagsins í dag. Í heildina eru allar færslurnar mínar 69528 orð, eða um 153 orð að meðaltali í hverri færslu.

Við þessar færslur hafa verið gerð 1148 comments, sem eru samanlagt 82529 orð, eða um 72 orð sem meðallengd á commenti. Það eru um 2.5 comment við hverja færslu. Þess ber þó að geta að comment fídusinn kom ekki fyrr en núna í ár, þannig að meðaltalið er í raun töluvert hærri.

Það eru 156 undirsíður á síðunni minni, samanlagðar eru þær 99084 orð, eða að meðaltali 635 orð per síða.

Í heildina er allt efni síðunnar 251141 orð, eða um 2.0 MB af hreinum texta. Myndirnar sem þessi síða notar eru samtals um 29.0 MB ef ekki eru talin með þau 656 MB sem fara undir ljósmyndir.

Statistics

Eftir að vefurinn minn fluttist frá léninu sveinbjorn.vefsyn.is yfir í sveinbjorn.sytes.net, og ég fór að nota AWStats til að fylgjast með heimsóknum á vefinn, þá fékk ég út eftirfarandi veftölfræði:

Síðan fær að meðaltali 238 aðskildar heimsóknir á dag. Þar af eru um 160 frá aðgreinanlegum IP tölum.

Algengasti vafrinn er Safari, sem er um 52%. Á eftir honum koma Firefox með 22%, Internet Explorer með 13.3%. Aðrir Mozilla-variantar eru um 10%.

Ríkjandi stýrikerfið hjá gestum er Mac OS X, sem er með um 65%, síðan Windows 31% og Linux og önnur UNIX kerfi með afganginn.

Af þeim vinum sem linka á mig, þá koma flestar heimsóknir frá Hjalta, þar eftir frá Huga og þar eftir frá Steina og Arnaldi.

Vinsælasta síðan er þessi forsíða, en þar á eftir koma platypus, software, tapir og cv.

Flestir gestir eru frá Íslandi og Bandaríkjunum, sem standa nokkurn veginn jafnfætis. Á eftir þeim löndum koma Frakkland, Þýskland, Japan og Bretland.

Algengustu leitarorðin sem færa fólk inn á þessa síðu eru "platypus", "radnor dosbox", "nýfrjálshyggja", "sveinbjorn", "tapir" og "sveinbjorn thordarson".

Að lokum, þá notar þessi vefsíða um 1GB af bandvídd í hverjum mánuði, eða um 140KB per heimsókn. Með því að nota mod_gzip spara ég um 150MB af bandvídd.


7 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Siggi | 8.12.2005 kl. 14:12
Siggi

Eins og við vitum öll, þá eru til þrennskonar lygar:
Lygar, Helvítis lygar og tölfræði ;)

Gunni | 8.12.2005 kl. 14:46
Gunni

Hvað ertu að borga fyrir þetta gígabæt á mánuði, if you don't mind me asking?

Gunni | 8.12.2005 kl. 14:51
Gunni

BTW, George Boole dó á þessum degi árið 1864. Í tilefni þess, Boolean brandari:

George Boole goes to a restaurant, studies the menu and says:

"I will NOT have the appetizer and NOT have the soup and will have the chicken sandwich and NOT have the cheeseburger..."

Gunni | 8.12.2005 kl. 14:52
Gunni

Sorry, vantaði endan:

Waitress: "Sorry. You can have a soup XOR a salad. But you're going to get charged for at least one and you can't have both."

Sveinbjörn | 8.12.2005 kl. 15:06
Sveinbjörn

Ég er ekki að borga neitt fyrir hýsinguna þar sem ég hýsi þetta sjálfur á server sem er heima hjá Magga vini mínum, ásamt fjöldanum öllum af öðrum vefjum. Þar sem ég er núna kominn með sveinbjorn.org lénið greiði ég $15 árið fyrir það, en áður notaðist ég við ókeypis lénsnöfn frá http://www.no-ip.com/">http://www.no-ip.com.

Hann Maggi er á Hive tengingu þannig að hann greiðir ekkert fyrir utanlandsniðurhal -- aftur á móti er tengingin hans ekki jafn hröð og hjá professional service provider.

Halldór Eldjárn | 8.12.2005 kl. 15:53
Halldór Eldjárn

Skál!

Steinn | 8.12.2005 kl. 16:04
Steinn

Þetta er núna meiri gaun statistíkin! Það er greinilegt ef ég er ekki með mestu aðsóknina, enda er mitt pólitíska baklendi alveg gríðarlegt. Rob Zuck for President!!!