From: help@bok.hi.is
Subject: FW: Firefox
Date: December 6, 2005 2:27:01 PM GMT+00:00
To: sveinbt@hi.is


Sæll Sveinbjörn,

IE er hluti af stýrikerfinu XP (safnið borgar fyrir stýrkerfið ekki 
vafrann og því ókeypis)og uppfærist stýrikerfið sem og IE 
sjálfkrafa þegar Microsoft gefur út "plástra". Sjálfvirk uppfærsla 
fyrir firefox er ekki til staðar. Firefox lætur notandann sinn 
vita þegar nýjar uppfærslur eru gefnar út en notandinn þarf 
að setja þær upp sjálfur. Þetta er mikill ókostur í stóru tölvuumhverfi. 
RHÍ sem rekur og sér um tölvuver háskólans leggur aðrar áherslur 
á sín tölvuver enda nægur mannskapur í notendaþjónustu/umsjón 
tölvuvera.

Tölvuþjónusta safnsins sér um rúmmlega 200 tölvur (tæplega 
100 fyrir nemendur, rúmmlega 100 fyrir starfsmenn)auk á 
þriðja tug netþjóna. Með því að bjóða einungis upp á Microsoft 
forrit gerir það rekstur kerfisins öruggari sem og auðveldari fyrir 
2 starfsmenn deildarinnar.

Þú verður því miður að leita í tölvuver RHÍ ef þú þarft að 
nota Firefox.

Firefox er ekki öruggur ef nýjustu útgáfur/uppfærslur eru ekki 
til staðar líkt og IE.

Tölvuþjónustu þykir einkennilegt að til eru vefir sem ekki 
styðja IE sem enn hefur um 90% markaðshlutdeild.

Tölvuþjónustan skoðar reglulega þá möguleika sem í boði 
eru til að gera rekstur tölvukerfisins miðlægari, notendavænni 
og öruggari.Uppsetning á Firefox verður skoðuð en ekki í bráð.

Kveðja,
Tölvuþjónusta
LBS - HBS


-----Original Message-----
From: Sveinbjörn Þórðarson [mailto:sveinbt@hi.is]
Sent: 5. desember 2005 15:05
To: Upplýsingadeild
Subject: Firefox

Sæl(l),

Ég veit ekki hvort ég er að beina þessu skeyti til rétta aðila, 
en ég treysti að því verði komið til þeirra sem sjá um viðhald 
á tölvum á Þjóðarbókhlöðunni.

Ég hef verið að nota almenningstölvurnar hér á Þjóðarbókhlöðunni
 undanfarna daga, og því miður líð ég mikið fyrir það að einungis 
Internet Explorer er mér aðgengilegur.  Það er fjöldinn allur af 
vefsíðum á netinu sem ekki virka rétt eða birtast á rangan hátt í 
vafranum frá Microsoft. 
Mér þykir afar sérkennilegt að námsmönnum sé ekki fært að 
nota Firefox vafrann (http://www.mozilla.com), sem er bæði 
hraðari, öruggari og betri, og þess utan ókeypis.  Báðir kostirnir 
ættu a.m.k. að vera fyrir hendi. 

Tölvurnar í Árnagarði og Lögbergi eru blessunarlega búnar Firefox 
-- hví er ekki hægt að gera slíkt hið sama á bókhlöðunni?

Ég vona að þið sjáið ykkur fært um að lagfæra þessa takmörkun 
í bráð.  Með fyrirfram þökkum,

Kveðja,

Sveinbjörn Þórðarson

27 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

grímur | 6.12.2005 kl. 15:39
Unknown User

"Firefox er ekki öruggur ef nýjustu útgáfur/uppfærslur eru ekki til staðar líkt og IE."

Þessi setning situr eitthvað skringilega í mínum (útjaskaða) heila - er verið að segja að IE sé öruggur eða þvert á móti að hann sé EKKI öruggur?

Ennfremur:

"Tölvuþjónustan skoðar reglulega þá möguleika sem í boði eru til að gera rekstur tölvukerfisins miðlægari, notendavænni og öruggari."

Miðað við þetta svar virðist aðaláherslan vera á fyrsta liðinn.

Annars þykir mér svolítið skrýtið að það skuli ekki vera til e-r leið til að keyra e-s konar blanket update fyrir allar tölvurnar...? Ætti a.m.k. nokkuð að vera sérlega mikið vesen að koma málum þannig fyrir? Eða hefur maður bara of mikla trú á þessum tölvum? Er þetta ekki bara einhver bóla?

Brynjar | 6.12.2005 kl. 16:18
Brynjar

ef þetta er eitthvað eins og windows domainið uppí skóla hjá mér, þá getur þú downlódað firefox, installað honum í einhverja aðra möppu en c:\program files\ og rönnað hann eins og ekkert sé, mögulega þarftu líka að stilla firefox á að nota proxyið hjá þeim.

Sveinbjörn | 6.12.2005 kl. 17:46
Sveinbjörn

Ó, já, Internet Explorer er ekki lengur með 90% markaðshlutdeild -- the tables are turning. Tölfræði úr Október síðastliðnum:

1. Microsoft IE 80.73 %
2. Mozilla Firefox 14.07 %
3. Apple Safari 3.55 %
4. Netscape 0.76 %
5. Opera 0.77 %

Arnaldur | 6.12.2005 kl. 18:26
Arnaldur

Það er einmitt svona bjúrókrata viðmót sem eru þess valdandi að vírusinn sem að heitir IE verður á almennings tölvum um ókomna framtíð. Afhverju er fólk svona miklir zombies?

Sveinbjörn | 6.12.2005 kl. 18:34
Sveinbjörn

Cuz I converted them while playing Stubbs the Zombie (http://www.stubbsthezombie.com/">http://www.stubbsthezombie.com/)

Árni | 6.12.2005 kl. 18:39
Árni

En núna fyrst að Firefox er að verða vinsælli eru "hakkarar" að snúa sér meira að honum til að finna veikleika. Er Firefox pottþétt öruggari browser í dag? Ég keypti það alveg fyrir hálfu ári en veit ekki nú.

Sveinbjörn | 6.12.2005 kl. 19:02
Sveinbjörn

Spurningin er auðvitað: Hvorum treystirðu betur í öryggismálum, Micro$oft (haha!) eða Mozilla Foundation?

En jafnvel að öryggismálum undanskildum, þá er Firefox hraðari, og feature-ríkari vafri, og þess utan virka módern vefsíður á honum þar sem hann hefur fullt CSS2 support og stuðning fyrir eitthvað af CSS3.

Og svo hefur hann auðvitað Tabs, sem er algjört must.

grímur | 6.12.2005 kl. 19:15
Unknown User

Hvort Firefox er öruggari en IE veit ég ekki, en ég þykist nokkuð viss um að hann er ekki óöruggari.

Og svo vegur náttúrulega þungt á metunum að hann er hraðvirkari, þægilegri í umgengni og hefur flipa.

(Má þá jafnvel segja að hann sé -- flipaður? Dúrúmm-tiss)

Sveinbjörn | 6.12.2005 kl. 20:34
Sveinbjörn

Vandinn við MSIE, security-wise, hefur alltaf verið að hann er bæði internet browser OG file browser, þ.e.a.s. sama forritið sér um að opna síður og að opna skjöl og forrit sem eru geymd lókalt. Þetta er í sjálfu sér afar slæm öryggisákvörðun -- kóði sem mætti bara keyra fyrir lókal skjöl gæti endað uppi með að díla við framandi skjöl o.s.frv. En þar að auki þá er þetta líka insecure frá notendasjónarmiði -- notandanum verður ávallt að vera fyllilega ljóst með hvaða gögn hann er að vinna.

Svo er Internet Explorer líka algjör spagettí kóði -- þegar Netscape antitrust málið var í gangi, og Microsoft var skipað að aðskilja Internet Explorer frá Windows, þá innlimuðu þeir IE eiginlega bara inn í stýrikerfið til þess að geta fært það sér til varnar að vafrann væri ómögulegt að aðskilja frá stýrikerfinu. Stupid, stupid, stupid.

Vandamál M$ hafa ávallt verið design vandamál -- eitthvað er hannað á rangan hátt frá byrjun, og síðan er engu hægt að breyta af compatibility ástæðum.

Ef maður ber þetta saman við hversu clean, separate og compartmentalized Mac OS X er (t.d. er ekkert mál að porta Mac OS X yfir á hvaða arkítektúr sem er), hvernig kerfið er samansett úr eins konar building blocks, fæst þeirra algjörlega nauðsynleg, þá eiginlega getur maður ekki gert annað en velt því fyrir sér hvað þessir 10 þúsund forritarar sem vinna hjá M$ séu að gera fyrir launin sín...

Steinn | 6.12.2005 kl. 20:44
Steinn

Ef þú ferð reglulega í Bókhlöðuna án þess að vera með þína eigin tölvu, þá finnst mér það frekar tilgangslaust að vera með fartölvu. Annars vil ég benda á það að ef þú ferð reglulega í Bókhlöðuna og notar tölvurnar á sama svæði ætti ekki að vera neitt vandamál að setja upp Firefox á þær tölvur og þegar rotationið er orðið nægilegt þarftu ekki að setja þetta lengur upp heldur ættu þær að vera til staðar á þeim tölvum sem þú notar oftast. Þetta hef ég og gert á Slysa- og Bráðadeild Landsspítala Háskólasjúkrahúsi Fossvogi. Hefur það reynst mér vel!

Sveinbjörn | 6.12.2005 kl. 21:01
Sveinbjörn

Skynsamleg uppástunga, Steini. En það sem vakir fyrir mér er ekki að gera Firefox aðgengilegan sjálfum mér, heldur frekar að gera hann mandatory fyrir alla tölvubjánana sem stunda tölvuverin á Þjóðarbókhlöðunni. Mér finnst skandall að IE skuli vera de facto vafrinn þarna -- og staðreyndin er sú að 95% af fólki mun nota það sem er þegar inn á vélunum, og mun ekki hafa tæknikunnáttu né áhuga til þess að setja upp Firefox á eigin spýtur.

Einar Jón | 7.12.2005 kl. 10:33
Einar Jón

> , þá eiginlega getur maður ekki gert annað en velt því fyrir sér hvað
> þessir 10 þúsund forritarar sem vinna hjá M$ séu að gera fyrir launin sín...

Þú misstir greinilega af fyrirlestri (reiðilestri) frá Vess um Microsoft.
Það eru margar, margar ástæður fyrir því hvað þetta er í miklu rugli hjá þeim.

Sindri | 7.12.2005 kl. 11:12
Sindri

Hyllum Sveinbjörn, æðstaprest Firefox kirkjunnar!

Allt annað er villutrú!

He's on a holy mission.

Gunni | 7.12.2005 kl. 11:40
Gunni

Þetta svar er hrein steypa. Hann gefur í skyn að Firefox sé óöruggari en fokking IE!

"Trabant er reglulega uppfærður og við fáum ókeypis þjónustu frá umboðinu og þurfum því ekki að vinna vinnuna okkar. Aftur á móti er Mercedes Benz erfiður í rekstri og töluvert óöruggari þar sem hann getur náð hættulega miklum hraða!"

Sveinbjörn | 7.12.2005 kl. 11:53
Sveinbjörn

Einar, ég er forvitinn að heyra meira um þetta. Afhverju er allt svona mikið í steik hjá þeim hjá M$?

Hugi | 7.12.2005 kl. 13:58
Hugi

Hér er stutt samantekt á efni bréfsins frá RHÍ fyrir þá sem ekki nenntu að lesa það:

Kæri Sveinbjörn.

Bla bla bla bla bla bla bla, fadífadí bla bladí blöh.
Éttu það sem úti frýs

Kær kveðja,
RHÍ

Sveinbjörn | 7.12.2005 kl. 14:12
Sveinbjörn

To be fair, þá er þetta ekki RHÍ beinlínis, heldur tölvuþjónusta Þjóðarbókhlöðunnar -- en viðmótið hjá RHÍ er nokkurn veginn á þann hátt sem þú segir, Hugi.

Siggi | 7.12.2005 kl. 14:34
Siggi

"Sjálfvirk uppfærsla
fyrir firefox er ekki til staðar. Firefox lætur notandann sinn
vita þegar nýjar uppfærslur eru gefnar út en notandinn þarf
að setja þær upp sjálfur."

Jamm, en það koma ekki uppfærslur í hverri vikur fyrir Firefox eins og IE ;)

btw, ef einhver hefur áhyggjur af því hvor FFox sé óöruggur, þá skulum við hafa það í huga að FFox er Open Source og ef ljótukallarnir finna leið til að hakka Firefox, þá munu sjálfsagt milljón nördar sem fylgjast með þróunini á Firefox finna út hvað sé hægt að gera í því daginn eftir.

Gunni | 7.12.2005 kl. 14:46
Gunni

Good point Siggi. Þeir ættu að auglýsa þetta þannig.

Firefox: "Harness the power of a million nerds..."

Sveinbjörn | 7.12.2005 kl. 14:47
Sveinbjörn

Ég skil svosem alveg að þeir meiki ekki að uppfæra hátt í 200 tölvur handvirkt -- en aftur á móti þá er engin ástæða afhverju þeir gætu ekki sett up mekanisma sem uppfærir Firefox automatískt -- mig grunar að skortur á kunnáttu sé málið, ef eitthvað. Svona ríkisstofnanir virðast aldrei geta ráðið competent tölvufólk (að Huga undanskildum, að sjálfsögðu ;))

Gunni | 7.12.2005 kl. 15:15
Gunni

BTW, er til ljótari síða á Íslandi en þess hér að neðan?

http://www.vefsida.is/">http://www.vefsida.is/

Sveinbjörn | 7.12.2005 kl. 15:16
Sveinbjörn

Scheize, þetta er ljótt!

Einar Jón | 7.12.2005 kl. 17:06
Einar Jón

Ég er alls ekki rétti maðurinn til að spyrja... Vess (og EinarI) vita mun meira.

Það eru víst all margar ástæður fyrir því af hverju það breytist aldrei neitt hjá M$.
Ég gæti verið að rugla, en ef ég man rétt gildir eftirfarandi:
1) Allt er unnið í litlum "sellum", þ.a. Word hefur X sellur, IE aðrar Y sellur o.s.frv.
Markmið -> að forðast að kóða sé stolið í heilu lagi
Afleiðing -> enginn hefur aðgang að kóða frá hinum sellunum svo enginn forritari (nema sennilega Bill & co.) hefur neina heildar yfirsýn eða veit hvað er í gangi.
2) Mönnum er róterað á milli forrita á nokkurra ára fresti (t.d. úr Word í IE)
Markmið -> að forðast að menn verði útbrunnir.
Afleiðing -> þegar menn eru loksins farnir að læra á eitthvað er þeim hent í eitthvað annað.
3-50) meira svona sniðugt - það er ástæða fyrir því að ég mælti með að menn spjölluðu við Vess um MS áður en hann færi heim.

Sveinbjörn | 7.12.2005 kl. 18:34
Sveinbjörn

Ertu byrjaður hjá Marel, Einar?

Einar Jón | 9.12.2005 kl. 17:24
Einar Jón

Jamm
Hætti hjá Frisk 12. okt, fór til Tékklands 13-24. okt,
http://gallery.askur.org/ejg_czech2005">http://gallery.askur.org/ejg_czech2005
byrjaði hjá Marel 25. okt.

Mórallinn er u.þ.b. 1.000.000 sinnum betri..

Sveinbjörn | 9.12.2005 kl. 22:36
Sveinbjörn

Skemmtilegar myndir, Einar. Fannst þér Tékkland ekki frábært? Ég er alveg "in love" eftir ferð mína þangað...

By the way, ertu með heimasíðu?

Einar Jón | 10.12.2005 kl. 20:06
Einar Jón

Tékkland er æði. Við vorum bara rúman sólarhring í Prag en mun lengur í öllum smábæjunum, sem voru ótrúlegir.
Ég keypti helling af Bat'a skóm þarna - einu leðurskórnir sem virkilega passa á mig.

Ég er of latur til að vera með heimasíðu, en þessi kemst næst því: http://ejg.askur.org/">http://ejg.askur.org/