3.12.2005 kl. 15:36

Freedom Of Speech Ég átti í afar áhugaverðum samræðum við hann Arnald áðan um málfrelsi. Þeir sem hafa fylgst með fjölmiðlum undanfarið hafa ef til vill lesið um sagnfræðinginn David Irving og málið sem hefur verið höfðað gegn honum. Irving hefur yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisvist fyrir að hafa neitað því að helförin gegn gyðingum hafi átt sér stað. Nú velti ég fyrir mér hvort það sé rétt að skerða málfrelsi á þennan hátt? Er rétt að banna að neikvæðir hlutir séu sagðir um kynþætti á opinberum vettvangi?

Mér þykir þetta afar flókin og erfið spurning. Vandinn er hvar beri að draga línuna. Lögin viðurkenna t.d. skiljanlega meiðyrði -- það er bersýnilega þörf á lögum sem koma í veg fyrir svokallaða "character assassination". En er hægt að notast við sambærileg lög hvað varðar hópa af fólki? Ef neikvæður áróður í garð alls kyns hópa er bannaður, er þá ekki mál- og umræðufrelsinu ógnað?. Skref fyrir skref mætti með þessu móti gera skoðanaskipti um umdeild málefni ómöguleg.

Er eðlismunur milli þess að segja eitthvað afar slæmt um tiltekinn einstakling og um hóp fólks? Arnaldur neitar því. Ég hallast að því að þar sé munur. Hins vegar er þetta afar grátt svæði. Hvað með meiðyrði gagnvart litlum hópum, t.a.m. einhverri fjölskyldu? Það er vissulega hópur en ekki tiltekinn einstaklingur. Og hvað með meiðyrði gagnvart stórum hópum, eins og t.d. stórum trúarhópum. Mér finnst ég hafa fullkomin rétt til þess að segja að kristið fólk sé vitgrannt og með þrælslund. Fer ég hér með meiðyrði?

Ég er ekki alveg viss um hvar sé rétt að standa í þessum efnum, en ég hallast þó frekar að því að standa sterkum verði um málfrelsið. Ég held að hann Mill hafi haft mikið til síns máls þegar hann sagði:

"[The] peculiar evil of silencing the expression of an opinion is, that it is robbing the human race; posterity as well as the existing generation; those who dissent from the opinion, still more than those who hold it. If the opinion is right, they are deprived of the opportunity of exchanging error for truth: if wrong, they lose, what is almost as great a benefit, the clearer perception and livelier impression of truth, produced by its collision with error"

Svona grá svæði eru alltaf erfið. Það hlýtur að vera mjög þægilegt að aðhyllast svarthvítri hugmyndafræði á borð við nýfrjálshyggju, þar sem svona spurningar koma einfaldlega ekki upp -- anything goes.


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Gunni | 3.12.2005 kl. 23:38
Gunni

Der Ewige Juden...

Sveinbjörn | 5.12.2005 kl. 16:35
Sveinbjörn

Hefurðu séð hana, Gunni?

Sveinbjörn | 5.12.2005 kl. 16:35
Sveinbjörn

Btw, er komið í ljós hvenær þú kemur heim?

Gunni | 6.12.2005 kl. 11:01
Gunni

Nei og nei. Skýrist vonandi sem fyrst. Heil Hitler.