Mentat 2.3.6

Hann Siggi var svo góður að benda mér á að ég ætti að setja allt Mentat-specific HTML (s.s. admin takkar o.fl.) innan div tagga svo að menn gætu sniðið útlit þess eftir eigin höfði notandi CSS. Nú er ég búinn að gera nákvæmlega þetta.

.mentat_pagebuttons { }
.mentat_commentbuttons { }
.mentat_addnewsbutton { }
.mentat_newsbuttons { }
.mentat_addcommentform { }

Nú geta menn bara skilgreint þessa CSS classa og fengið það útlit sem þeir vilja, t.a.m. bakgrunnslit, leturstærð o.fl. Til þess að sjá dæmi um þetta í action getið þið skoðað nýja "Add Comment" formið hér á síðunni -- Mentat Custom Admin Buttons útlit þess stilli ég með þessari style sheet.

Eins og sést á myndinni hér til hliðar, þá getur maður gert alls konar sniðuga hluti með absolute positioning og þess háttar eiginleikum. Svo er einnig merkilegt hversu miklu maður getur afkastað þegar maður á að vera að læra undir próf...


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sveinbjörn | 2.12.2005 kl. 19:34
Sveinbjörn

Eitt í viðbót:

Núna verða URL sem menn pósta í commentum sjálfkrafa að linkum. Ætti að gera það þægilegra að pósta tenglum á stöff, þar sem Mentatinn leyfir ekki að innsett sé HTML í comment af afar skiljanlegum öryggisástæðum.

Sveinbjörn | 2.12.2005 kl. 19:35
Sveinbjörn | 2.12.2005 kl. 19:35
Sveinbjörn

Júbb, þetta virkar...