29.11.2005 kl. 05:16
Mentat Previewer Window

MentatPreviewer Gluggi

Ég er búinn að vera að dunda mér við að búa til forrit sem heitir MentatPreviewer og keyrir á Mac OS X. Þetta forrit er í grundvallaratriðum textaritill sem leyfir manni að sjá hvernig HTML-ið sem er innslegið mun líta út sem síða eða frétt í Mentatinum. Forritið birtir svona "rendered preview" af síðunni í heild sinni. Preview-ið uppfærist jafnóðum sem nýr texti er sleginn inn, þ.e.a.s. í rauntíma, eins og má sjá dæmi um á myndinni hér til hægri. MentatPreviewer býr einnig yfir þeim ágæta kosti að vera töluvert þægilegri ritill heldur en textarea field á vefsíðu, þar sem hann styður auðvitað Undo, Redo og Find and Replace. Þetta getur verið afar þægilegt þegar menn eru að setja inn langar færslur með myndum, listum og fleiru.

Mentat Previewer Preferences

Stillingar

En þar endar fjörið ekki. Þarna má einnig finna nokkra takka, þ.e.a.s. "Tidy", "Add as News" og "Add as Page". Sá fyrstnefndi, "Tidy", notar HTML Tidy forritið til þess að laga villur og snyrta HTML-ið sem er slegið inn. Hinir tveir opna viðkomandi síður ('Add News' og 'Add Page') í Mentatinum og fylla út í textareit formsins með textanum úr MentatPreviewer. Þetta forrit er býsna sniðugt, þótt ég segi sjálfur frá -- ég mæli með því að allir þeir sem eru á Mac OS X og keyra Mentat kíki a.m.k. á þetta.

Áður en MentatPreviewer virkar þarf að setja inn tvær stillingar fyrir forritið undir Preferences í forritsvalblaðinu -- Page HTML og Domain (smellið á myndina til vinstri til að skoða nánar). Í Page HTML setja menn einfaldlega samsvarandi stillingu úr Mentat Configuration Panelinu sínu, og í Domain skal setja slóðina á viðkomandi vefsíðu, í mínu tilfelli t.d. "http://sveinbjorn.sytes.net". Að þessu loknu virkar MentatPreviewer án frekari stillinga.

Sækja MentatPreviewer
(112 KB innanlands)

Ég vil þó vara við að "Tidy" fídusinn er enn á byrjunarstigi og kann að gera óæskilega hluti við HTMLið ykkar. Annars hef ég alls konar aðra fídusa planaða fyrir þetta forrit, m.a. upphleðslu mynda o.fl. Engin Windows útgáfa plönuð, þó. So sorry, you people on the antiquated OS. Ég gerði þetta forrit á u.þ.b. 1-2 klst. þökk sé *frábæra* þróunarumhverfinu Cocoa, sem leyfir manni að henda saman hinum nytsömustu og fínustu forritum á örstuttum tíma. Allt forritið er um 80 línur af kóða.


22 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Árni | 29.11.2005 kl. 10:50
Árni

Engin Windows útgáfa? Usss!!!! *grátur*

Einar Jón | 29.11.2005 kl. 11:51
Einar Jón

Talandi um Windows og annað M$ dót.
Geturðu slakað aðeins á anti-IE fasismanum?

Ég er að reyna að gefa Opera annað tækifæri, en síðan þín segir að ég sé að nota verkfæri djöfulsins og sendir mig á www.mozilla.org

Arnaldur | 29.11.2005 kl. 12:00
Arnaldur

Já, þessi M$ facismi þinn Sveinbjörn er kominn útí miklar öfgar. Ekki það að mér er svosem sama í grófum dráttum.

Arnaldur | 29.11.2005 kl. 12:03
Arnaldur

Btw, djövull er ég að fíla MentatPreviewer-inn! Þetta er kick-ass forrit! En þessi AddNews takki addar ekki sjálfkrafa fréttinni right? Ég þarf að kópíera HTML-ið og paste-a því þegar Previewer-inn er búinn að opna Add News síðuna, right? Því annars er minn bilaður.

Gunni | 29.11.2005 kl. 15:12
Árni | 29.11.2005 kl. 15:20
Árni

Bónus: Það getur ekki verið erfitt að port-a þetta dæmi yfir!!! Hvað með að þjónusta alla notendur Mentat!!!!?!?!?!?!?

Árni | 29.11.2005 kl. 15:33
Árni

Held að þú getur bombað þetta með þessu:

http://www.gnustep.org/information/aboutGNUstep.html

steinn | 29.11.2005 kl. 15:35
Unknown User

snæs forrit dude!

Gunni | 29.11.2005 kl. 20:41
Gunni

Chronic Munchies: imagine if anne frank had a BLOG instead of a DIARY
Chronic Munchies: currently listening to: nazis pounding on the door
GenAmonX2K: Current Mood: concentrating

Sveinbjörn | 29.11.2005 kl. 22:34
Sveinbjörn

Einar Jón: Geturðu slakað aðeins á anti-IE fasismanum?

Stilltu bara User Agent strenginn þinn á eitthvað annað heldur en MSIE -- t.d. á native Opera. Moduleið sem redirectar fólki leitar að MSIE í User Agent strengnum og flytur menn á Mozilla punktur org ef það finnur slíkan textabút.

Arnaldur: Já, þessi M$ facismi þinn Sveinbjörn er kominn útí miklar öfgar.

Nú, hvernig þá? Vefurinn minn styður bara ekki IE, end of story. Þess utan renderast síðan mín ekki rétt í IE lengur því ég nenni ekki að halda uppi stuðningi við browser sem styður bara brot af fucking CSS1 staðlinum meðan restin af browserum styður allt CSS1, CSS2 og slatta af CSS3.

En þessi AddNews takki addar ekki sjálfkrafa fréttinni right?

Jú, það gerir það. Hins vegar þá á ég eftir að uppfæra Mentatinn þinn þannig að hann styðji það, það er bara komið inn í experimental útgáfuna sem ég er með -- ég skelli þessi inn hjá ykkur öllum bráðlega þegar ég er búinn að prufa þetta almennilega.

Árni: Það getur ekki verið erfitt að port-a þetta dæmi yfir!!!

Jú, það væri geðveikt mikil vinna. Þar að auki hef ég enga Windows vél til þess að þróa þetta á.

http://www.gnustep.org/information/aboutGNUstep.html

Ég þekki GNUStep og það er alveg kúl. Hinsvegar eru a) GNUStep APIin geðveikt out of date miðað við Cocoa, sem eru reglulega uppfærð af Apple, og b) WebKit, sem ég nota fyrir rendered web previewið, er basically Mac OS X only.

Halldor Eldjarn | 29.11.2005 kl. 23:05
Halldor Eldjarn

Er þetta gott forrit frá byrjanda, Sveinbjörn? - ég veit að það er ekki sniðugt að nota int...

#import
int main()
{
int x, y;
x = 1;
printf("Skrifaðu tölu. Forritið mun skrifa allar tölur upp að henni \n\n ~ $");
scanf("%d", &y);
do{
printf("%d\n", x);
x++;
}
while(x < y);
return 0;
}

Sveinbjörn | 30.11.2005 kl. 08:23
Sveinbjörn

Þetta er fínt, Halldór. Þó heldur nytlaust forrit, og engin tilraun til að athuga hvort það sem er innslegið sé tala ;)

Halldor Eldjarn | 30.11.2005 kl. 15:45
Halldor Eldjarn

Rólegur :D Þetta er nú bara svona byrjenda... Ég á eftir að læra almennilega um strings, libraries og þ.h. Svo er líka bara miklu skemmtilegra að fá bull niðurstöður.

En Sveinbjörn? Manstu þegar við vorum að skrifa Bill Gates í ASCII kóða reikninn? Við fengum 665 útúr einhverju. En málið er að ef þú skrifar fullt nafnið hans "William Gates III" þá færðu út 666! Það voru sögusagnir um í Lifandi Vísindum að hann væri atnichrist:D Rosalega fyndin grein.

Halldor Eldjarn | 30.11.2005 kl. 15:45
Halldor Eldjarn

antichrist átti það að vera

Sveinbjörn | 30.11.2005 kl. 19:30
Sveinbjörn

Þetta er ekki rétt hjá þér Halldór. Strengurinn "William Gates III" hefur samtals ASCII gildi upp á 1502:


W: 87
i: 105
l: 108
l: 108
i: 105
a: 97
m: 109
: 32
G: 71
a: 97
t: 116
e: 101
s: 115
: 32
I: 73
I: 73
I: 73
Total ASCII value: 1502

Halldor Eldjarn | 30.11.2005 kl. 19:47
Halldor Eldjarn

Ég er bara að vitna í Lifandi Vísindi

Sveinbjörn | 30.11.2005 kl. 19:49
Sveinbjörn

Amm. Hins vegar þá hefur strengurinn "BILLSATAN" ASCII gildi upp á 666:


B: 66
I: 73
L: 76
L: 76
S: 83
A: 65
T: 84
A: 65
N: 78
Total ASCII value: 666

Einar Jón | 30.11.2005 kl. 21:24
Einar Jón

Hmmm...
Ég gerði það reyndar, en mér var alltaf hent út aftur.
Nánari athugun leiddi á ljós að Opera var alltaf að sækja cache sem innihélt redirect yfir á mozilla.

En það er kannski rétt að benda á að Firefox er kominn á mozilla punktur comHalldor Eldjarn | 30.11.2005 kl. 22:10
Halldor Eldjarn

Improved version ;) (það er mjög gaman að pósta löngum forritum hérna ;))


#import

int telja()

{
int x, y;
x = 1;
printf("Skrifaðu tölu. Forritið mun skrifa allar tölur upp að henni \n\n ~ $");
scanf("%d", &y);
do{
printf("%d\n", x);
x++;
}
while(x < y);
main();

return 0;


}


int nidurlaeging()

{

char nafn;

printf("Sláðu inn nafn þitt hér: ");

scanf("%s", &nafn);

printf("\n\n%s er hálfviti.\n\n", nafn);

main();

return 0;
}


int main()
{
int x;


printf("Hvort viltu fá niðurlægingu, eða láta tölvuna telja upp að númer sem þú velur?\n\n1. Niðurlæging\n2. Talning\n3. Hætta\n\n");
scanf("%d", &x);

switch(x)

{
case 1:
nidurlaeging();
break;
case 2:
telja();
break;
default:
return 0;
}


}

Halldor Eldjarn | 30.11.2005 kl. 22:11
Halldor Eldjarn

Mig minnir að Steve Jobs sé 665, eða einhver varíasjón eins og STEve Jobs o.s.frv.

Sveinbjörn | 3.12.2005 kl. 12:32
Sveinbjörn

Jæja, redirectið er komið á Mozilla.com en ekki org.