24.11.2005 kl. 17:34

Í gær var sögðu tveir "ónefndir" aðilar við mig að ég væri ekki mikill fagurkeri. Það var mér aldrei fyllilega ljós á hverju þeir baseruðu þennan dóm sinn, en ein af rökunum sem ég heyrði voru þau að ég væri "svo mikið á móti skrauti og þannig löguðu á vefsíðum". Ég vil hér verja mál mitt með því að segja að ég er síður en svo á móti skrauti á vefsíðum, eins og ég vona að mín eigin síða ber vitnisburð um. Ef eitthvað, þá er það frekar einn af ásakendum mínum sem bæri réttilega þann titil.

Hins vegar vil ég samt sem áður leggja áherslu á að form fylgir fúnksjón. Matur sem er fallegur en óætur er nytlaus í annað en auglýsingar fyrir MacDonalds. Bifreið sem er "boner-inspiring" en hefur ekkert skott fyrir líkið er afar slæmur kostur. Á sama hátt er vefsíða full af 100KB rotating GIF myndum og asnalegum Shockware Flash hreyfimyndum viðurstyggð, varta á andliti Internetsins, merki um ófagmannleg vinnubrögð, tillitsleysi gagnvart vafrandi gestum og bara hreint út sagt viðbjóður í alla staði.

Auðvitað eru til hlutir sem er í eðli sínu þannig að formið er fúnksjónin, t.d. myndir sem fólk hengir á veggina hjá sér. En vefsíður eru af öðrum toga -- fólk sem vafrar er auðvitað að leita að efni af ýmsum toga, en fyrst og fremst er það hlutverk vefsíðunnar að koma einhverju "efni" til skila. Ég mun vera broddflugan sem stingur 100KB rotating GIF og Shockwave Flash mennina.

Jæja, best að fara að taka eitur. Ég skulda Asklepíósi hana. Greiðið þá skuld og látið það ekki undir höfuð leggjast.


12 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Freyr | 24.11.2005 kl. 19:03
Freyr

...ég segi að þessi tilvísun þín í "boner-inspiring" bíl án skotts fyrir líkið, er úr Sin City?

...annars, I can only express puzzlement bordering on alarm.

Sveinbjörn | 24.11.2005 kl. 19:27
Sveinbjörn

Rétt er það. Messrs. Bert Shlubb and Douglas Klump:

And, if my current state of much-justified petulance permits me to press the point, you are likeways demonstratabbly bereft of a working understanding of the perimeters of our beforementioned mission at hand. Relevant to said mission is the following query I no put forth to you. Said query concerning matters strictly spacial in nature.. Wherein this most streamlined and trunkless of transports-- boner-inspiring though it may be-- wherein are we to reposit our recently deceased cargo?

Árni | 24.11.2005 kl. 19:54
Árni

Ég vill frekar rekja minimalisma í heimasíðu Steins til metnaðarleysis frekar en að vera eitthvað á móti "skrauti" á vefsíðum.

Og það er ekki mjög sterkur punktur að linka á lélegasta og mest tilgangslausa flash animation sem hefur verið gert.

Halldor Eldjarn | 24.11.2005 kl. 21:23
Halldor Eldjarn

Skemmtilegt hvað er inná þessari shockwave-flash-javascript heimasíðu sem þú linkaðir á: On this site you can find information about our department, such as phone numbers, division information and unsolved homicides. Talandi um bíl með engu skotti, eða með skotti;)

Steinn | 25.11.2005 kl. 00:12
Steinn

Sveinbjörn minn, það var Arnaldur sem var að tala um skraut á síðunni þinni. Ég er annars mjög mótfallinn öllum maximalisma og persónulega þoli ég ekki mikið skraut og varla meira en ekkert. Ástæðan fyrir því að ég sagði að þú værir ekki mikill fagurkeri er sú að þú er "nytjasinni", ef þannig má að orði komast og hefur ekki besta nef fyrir fagurfræði, ekki það að ég setji þig undir meðallag, því ekki kalla ég Völu Matt slofbertana mikla fagurkera. Smekklaust fólk sem hefur ekkert sans fyrir fagurfræði og því um líku (það getur ekki myndað sér egin skoðun).

Árni: Ástæðan fyrir því að ég hef síðuna mína svona einfalda er ekki vegna þess að ég er latur, meira vegna vankunnáttu og síðan vegna þess að ég er á þeim buxunum að síðan mín sé frekar kúl eins og hún er. Ég vil því vitna í Ludwig Mies van der Rohe: Less is more.

Steinn | 25.11.2005 kl. 00:13
Steinn

Ég meinti metnaðarleysi en ekki leti.

Sveinbjörn | 25.11.2005 kl. 01:05
Sveinbjörn

Halldór: Síðan er líka frábær mynd undir kategóríunni "Sexual Predators":

http://www.jcsheriff.com/sexpred.html

Sindri | 25.11.2005 kl. 01:47
Sindri

mögnuð síða...innan gæsalappa.

En ég vil minnast á eitt ótengt þessari umræðu. Það er einhver serious malfunction í mentatinum. Núna þegar ég ætla að edita síðu og save-a breytingarnar þá kemur villumelding um að síðan sé núþegar til og ekkert gerist. Ég varð að kópera allan html kóðann fyrir síðuna, deleta síðunni, búa til nýja og paste-a kóðanum svo á hreina nýja síðu og save-a hana svo. Hmm...

Sindri | 25.11.2005 kl. 01:48
Sindri

Það er by the way kominn nýr liður í getraunina.

Sveinbjörn | 25.11.2005 kl. 02:31
Sveinbjörn

Úps, já, það var smá villa, ég uppfærði í lagaða útgáfu hjá flestum, en gleymdi því vist hjá þér ;)

Gunni | 25.11.2005 kl. 13:15
Gunni

Þetta var nú síða dauðans, ímyndaðu þér hvað skattborgarar Jackson Country í Flórída eru að fá mikla gæða þjónustu fyrir peningana sína.

Þetta var eins og krakki hefði komist í MS paint...

Halldor Eldjarn | 25.11.2005 kl. 19:52
Halldor Eldjarn

MS Paint OG Photoshop 1.2