Ég horfði nýlega á heimildamynd í íslenska Ríkissjónvarpinu um fíkniefnaheiminn á Íslandi. Þetta var í sjálfu sér frekar ómerkileg mynd og skildi voðalega lítið eftir sig nema að á Íslandi væri til fólk sem væri í tómu tjóni, en það kemur tæplega neinum á óvart sem gerir sér af og til ferð niður í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Aftur á móti vakti eitt viðtal myndarinnar athygli mína -- nefnilega viðtalið við tollstjórann í Keflavík. Sá maður sýndi sig vera afar vitgrannan með tveimur afar sérkennilegum staðhæfingum.

Í fyrsta lagi sagði hann að það væri sjálfsagt að ræða um lögleiðingu fíkniefna, en að slíkt væri ekki raunhæft því ef það myndi gefa góðan árangur þá væru fleiri lönd búin að lögleiða. Þetta er auðvitað hrikaleg röksemdafærsla. Það mætti alveg eins hafa notað hana til að færa rök gegn frelsun þræla í lok 18du aldar. Þetta er "circular argumentation" af verstu gerð -- "það hefur engin þjóð lögleitt fíkniefni því það mun gefa slæman árangur, og það mun gefa slæman árangur því að engin þjóð hefur lögleitt". Staðreyndin er auðvitað sú að nokkrar þjóðir, þ.á.m. Holland, Sviss o.fl. hafa tekið fyrstu skrefin í átt að lögleiðingu með ágætis árangri.

Í öðru lagi -- þegar hann var spurður um hverjar líkurnar væru á því að vera gripinn við fíkniefnasmygl í tollinum, svaraði hann á eftirfarandi hátt: "Líkurnar á því að vera gripinn ef maður gerir þetta einu sinni eru frekar litlar, en þær aukast ef menn gera það aftur."

Ha???

Nú lýgur þú, Herra Tollstjóri, aukast líkurnar á því að fá sex á teningnum virkilega eftir því sem maður kastar oftar? Þakka þér fyrir lexíuna í líkindafræði. Aldrei hefði mig grunað þetta...


10 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 21.11.2005 kl. 20:04
Sindri

Ég horfði einmitt á þessa mynd og tók eftir nákvæmlega sama atriði og þú. Mér finnst þessi rök mjög asnaleg, bara hreint út sagt hlægileg.

Það tekur langan tíma að fá þjóðfélagið til að samþykkja lögleiðingu fíkniefna. Margir eru efins og sumir vilja fá meiri reynslu á þetta og líta t.d. til Hollands. Slíkt gerist ekkert á einum degi og áhrifin koma heldur ekki í ljós strax. Maðurinn er... lélegur í rökfærslu.

Ég hefði haldið að sá sem smyglar oft ætti að vera frekar sjóaður í faginu og þar af leiðandi myndi vera dálítið erfiðara að ná honum heldur en einhverjum græningja sem svitnar og titrar af stressi í fyrsta skiptið sem hann reynir að smygla einhverju inn í landið. En svo má aftur á móti líta á málið þannig að ef þú ert alltaf að smygla þá ferðu að vekja grunsemdir og þar af leiðandi kannski meiri líkur á að þú náist. Erfitt að skilja hvað maðurinn á við í þessu sambandi.

Arnaldur | 21.11.2005 kl. 21:28
Arnaldur

Er málið ekki að fólk fer á skrá hjá tollinum sem er tekið við smygl?

Árni | 21.11.2005 kl. 21:28
Árni

Er málið ekki að fólk fer á skrá hjá tollinum sem er tekið við smygl?

Steinn | 21.11.2005 kl. 21:29
Steinn

Er málið ekki að fólk fer á skrá hjá tollinum sem er tekið við smygl?

Árni | 21.11.2005 kl. 21:30
Árni

Djók.. þetta var ég sem að böstaði þrennuna hér að ofan.

Árni | 21.11.2005 kl. 21:36
Árni

PS. Mega-sammála með röksemdarfærsluna í manninum. Fáránlegt alveg.

steinn | 21.11.2005 kl. 22:32
Unknown User

Árni, þetta var mega sniðugt og fyrir það færðu í verðlaun, að vera ekki stimplaður í mínum bókum sem cum loving whore!! tilhamingju!!!

Níels | 21.11.2005 kl. 23:44
Níels

Já Sveinbjörn ég er sammála þér um heimsku mannsins í sambandi við hringavitleysuna. En hitt var kannski ekki jafn stupid og þú villt meina. Segjum t.d. að ég geri þetta í fyrsta skipti og kemst í gegn, m.a. því ég kem þessum fíkniefnaheimi lítið við. En svo geri ég þetta aftur, en í millitíðinni hefur löggan kannski böstað allskonar fíkla sem hafa kjaftað hingað og þangað. Og því oftar sem ég geri þetta, þá er alltaf í hvert skipti ákveðnar líkur á einhverju fokk uppi í öllum prósessnum...þú skilur e.t.v. hvað ég meina. Það verður alltaf líklegra að maður fari í gegnum tollinn með óhreinan skjöld.
Maður er ekki að kasta sama teningnum í hvert skipti sem maður gerir þetta...
Þar að auki (að vísu féll ég í rökfræði), ef maður kastar teningi sex sinnum þá eru meiri líkur á að maður fái sex heldur en ef maður kastar honum einusinni. En þú skildir auðvitað orð tollstjórans með þröngsýni/fræðilegri nákvæmni háskólamannsins og hugsaðir ,,Fífl!".
Sveinbjörn, hefurðu einhverntíman hugsað sjálfur um hvort, tja, þú sért sá vitlausi?
Nei djók, þú ert djúpvitur maður, ég efast ekki um það.

Sveinbjörn | 22.11.2005 kl. 01:53
Sveinbjörn

Pointið mitt var að auðvitað eru tölfræðilega meiri líkur á því að maður sé böstaður ef maður fer tvisvar gegnum tollinn en ekki bara einu sinni. Og þá skiptir engu máli hvort það sé "tvöfalt" líklegra eða ekki, það er augljóslega líklegra, óháð því hversu litlar líkurnar eru á að maður sé böstaður í seinna skiptið.

Og tollstjórinn, eins og ég skildi hann, var ekki að segja að líkurnar á að vera gripinn ykjust *per skipti* umfram fyrsta skiptið, heldur hreinlega að heildarlíkurnar færu upp, sem er algjört platitude.

Gunni | 22.11.2005 kl. 15:40
Gunni

Jamm, the point is not that he's wrong but that's he's jumped into a phonebooth and turned into Captain Obvious.

Minnir mig á rannsóknina um kaffið sem ég las um daginn. Niðurstaðan var sú að fólk sem lendir í því að overdosa á kaffi og missa vitið í svokölluðu "caffeine psychosis" nær sér yfirleitt hraðar ef það dregur úr sjúklegu kaffiþambi sínu.