17.11.2005 kl. 08:27
'As he screamed, "You are an evil man"
And I paused a while to wonder
"If I have no free will then how can I
be morally culpable? I wonder..."'
- Nick Cave, "O'Malley's Bar"

Mér hefur ávallt þótt siðfræði vera "second-class citizen" heimspekinnar. Röksemdafærslur eru yfirleitt vafasamar eða hvíla á hæpnum forsendum, og akademísk skrif í siðfræði einkennast gjarnan af þess konar fræðimannarunki sem mér mislíkar einna mest. Hins vegar þá er ekki hægt að setja siðfræðina með öðrum prumpfögum (t.d. kynjafræði) af þeirri einföldu ástæðu að vandamálin sem siðfræði fæst við eru mjög raunveruleg og hversdagsleg, og eru nákvæmlega þau vandamál sem löggjafar lenda í vandræðum með.

Vodka Nýlega las ég grein þar sem höfundur hélt því fram að einungis væri stigsmunur, en ekki eðlismunur, á kaffidrykkju og áfengisdrykkju. Gott og vel. Nú veit ég ekki hversu kunnugur höfundur er áhrifum áfengisdrykkju, þá sérstaklega í miklu magni, en mér þykir afar ljóst að þetta er einfaldlega ekki satt.

Ég held að almennt samþykki ríki um að ákveðið fólk sé ekki það sem kallast independent decision-making agents -- sjálfstæðir ákvarðanatakar -- þ.á.m. geðsjúkir, eða lítil börn. Lögin góðkenna þetta og nota hugtakið "sjálfræði" -- það má svipta geðsjúka sjálfræði ef þeir valda sjálfum sér og öðrum skaða, og lítil börn eru í höndum foreldra sinna eða uppalenda. Coffee

Áfengi hefur áhrif á heilastarfsemi og taugakerfi. Í miklu magni getur fólk orðið svo illa haldið að það mætti flokka sem tímabundið sjúkt á geði -- það verður með öllu ófært um að hugsa skynsamlega, og getur orðið sjálfum sér og öðrum að skaða í ölæði sínu. Hér höfum við siðferðislegt vandamál, því áfengi getur rænt menn sjálfstæðri ákvarðanatöku. Kaffidrykkja hefur ekki neitt af sama toga í för með sér, ekki einu sinni í gríðarlegu magni og eftir langa vöku. Fyrir vikið er eðlismunur á þessum tveimur efnum, en ekki stigsmunur.

Sjálfur er ég ekki fylgjandi mikilli löggjöf um áfengi og neyslu þess (og svo sannarlega ekki þessum okurtolli sem Íslendingar búa við), en mér finnst umræðan vera opin: Það eru fleiri en eitt sjónarmið á siðferðislega vandann sem að baki liggur, og það þýðir ekkert að hrópa "Kaffið verður næst!", sem er hreinlega rökvilla.


12 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 17.11.2005 kl. 10:38
Sindri

Hefurðu ekki tekið eftir áhrifum óhóflegrar kaffidrykkju? Taugarnar eru upptrekktar, hendurnar skjálfa, kaldur sviti og manían í hámarki. Bara allt gersamlega að fara til andskotans. Mér finnst að banna ætti kaffi öllum yngri en 18 ára...*Hóst* *Hóst*

Þetta voru nú ekki sterk rök sem greinarhöfundur færði fyrir máli sínu. Það er svo mikill eðlismunur á kaffidrykkju og áfengisdrykkju að mér þykir bara fáránlegt að bera þetta saman. Of mikil kaffidrykkja skerðir ekki dómsgreind og eykur ofbeldishneigð en það gerir áfengisneysla hins vegar (Sjáið t.d. Sveinbjörn þegar hann kemst í vodka. Stórvarasamur). Varlega þarf að fara með öll boð og bönn og ég trúi því að kaffi verði ekki bannað í bráð.

Sindri | 17.11.2005 kl. 10:39
Sindri

afhverju er ekki hægt að edita fréttir sínar. Það átti að standa Dómgreind þarna en ekki dómsgreind.

Magnusson | 17.11.2005 kl. 11:03
Magnusson

Ef kaffið verður bannað þá mun enginn geta vaknað á morgnanna og kommúnistarnir munu koma og myrða alla meðan þeir sofa!

Er ég sá eini sem sé hættuna? Þið eruð öll blind!!!

Arnaldur | 17.11.2005 kl. 13:23
Arnaldur

Sveinbjörn, hefurðu aldrei séð mig eftir tíu bolla af súmötru java kaffi? Ég er sennilega hættulegasti maður íslands í því ástandi

Gunni | 17.11.2005 kl. 16:49
Gunni

Það er reyndar hægt að tapa gjörsamlega áttum á langtíma vöku og kaffidrykkju, svo er til condition sem heitir "caffeinism" sem er basically "caffein psychosis".

En vitið menn, einhver helvítis snillingur fékk styrk og rannsakaði málið, og fann fullkomna leið til að stöðva caffein psychosis:

"Shannon et al (1998) point out that: "Caffeine-induced psychosis, whether it be delirium, manic depression, schizophrenia, or merely an anxiety syndrome, in most cases will be hard to differentiate from other organic or non-organic psychoses... The treatment for caffeine-induced psychosis is to withhold further caffeine."

Yup. Stop drinking coffee. Brilliant observation, doctor.

Sveinbjörn | 17.11.2005 kl. 20:32
Sveinbjörn

Bara svona til fræðslu, þá gefur hin afar hjálpsama síða http://www.erowid.org">Erowid upp eftirfarandi upplýsingar um áhrif þessara tveggja lyfja:

Kaffi
 • restlessness
 • diziness nausea
 • headache
 • tense muscles
 • sleep disturbances
 • irregular heart beats
For Doses of over 750 mg (7 cups of coffee):
 • delirium
 • drowsiness
 • ringing ears
 • diarrhea
 • vomiting
 • light flashes
 • difficulty breathing
 • convulsions (extreme overdose)
Ef við berum þetta saman við áfengi:
Áfengi
 • giddiness
 • slurred speech
 • flushed skin
 • drowsiness, sleepiness
 • nystagmus -- difficulty focusing eyes
 • changed aesthetic appreciation
 • mild visual distortions at high doses
 • decreased coordination
 • nausea, vomiting (vomiting while unconscious can kill)
 • reduced impulse control
 • reduced inhibition and social anxiety
 • emotional volatility (anger, violence, sadness, etc)
 • frequent urination, diuretic effect
 • dizziness and confusion
 • blackouts and memory loss at high doses
 • coma and death at extreme doses
 • brain and liver damage (cirrhosis) with heavy use
 • fetus damage in pregnant women at high dose or frequency

Svanur | 18.11.2005 kl. 00:44
Svanur

Ég tel að mörg fög geti talist algjört rúnk ef ekki þekkir maður til þess sem þau hafa fram að færa. Kynjafræði er stórmerkileg fræðigrein. Helsti gallinn á því fagi er að svo mikið af drasli er skrifað undir nafni þess að óhóflegt er. Ég veit ekki hvað ég hef lesið margar greinar eða bækur þar sem orðið gender kemur fram í titli án þess að nokkur einasta kynjafræðileg analýsa sé til staðar. Ég er tengur sagnfræðinni og kynjafræðinni og ég hvet þig til að lesa allavega eina grein áður en þú dæmir fagið gjörsamlega tilgangslaust. Joan Wallach Scott: "Gender: A Useful Category of Historical Analysis" sem finna má í Gender and the Politics of History eftir Scott og líka í Feminism and History ritstýrt af sama höfundi. Joan Scott er stórkostlegur fræðimaður sem einmitt er að kenna mér heimspekikúrs í augnablikinu.

Sveinbjörn | 18.11.2005 kl. 02:09
Sveinbjörn

Einhver stúdía á mannfóki sem afskrifar helming þess sem einhvers konar "oppressors" fyrifram, og leitast síðan eftir gögnum til þess að sanna slíkt eru afar ómerkileg að mínu mati. Þetta er hreinlega ekki fræðileg leið til þess að starfa...

Steinn | 18.11.2005 kl. 19:18
Steinn

er þessi umræða ekki orðin of alvarleg miðað við það að einhver dude skrifaði grein sem átti að vera háð á bann við sölu áfengis í öðrum verslunum en tilteknum verslunum ÁTVR? O.K. gaurinn er ekki fyndinn og miskildi hugtakið sniðugur, en þetta er nú aðeins of mikið?

Svanur | 18.11.2005 kl. 19:23
Svanur

Sveinbjörn. Það er mikið af slíkum bókum og greinum til en þetta er ekki algilt. Ég bendi aftur á þessa grein því sú er í raun hvatning og hugmynd hvernig eigi að vinna meeð hugtökin gender og sex.

Hugi | 19.11.2005 kl. 21:13
Hugi

Höh, ég drekk að öllu jöfnu 7-12 bolla af kaffi fyrir hádegi (rótsterkur espresso-fjandi) og ég finn ekki þessi einkenni sem er lýst í 7-bolla lýsingunni.

En ég er náttúrulega flestum æðri.

Sveinbjörn | 19.11.2005 kl. 22:45
Sveinbjörn

Þolið hjá fólki fer upp ef það drekkur mikið af kaffeindrykkjum, en ég er viss um að ef þú tækir þér pásu þá myndu 7 bollar stúta þér ;)