15.11.2005 kl. 15:53

iTrip tracks Ég fékk nýlega í hendurnar iTrip, svona lítinn útvarpssendi sem ég get fest við iPodinn minn til þess að spila tónlist í bílútvarpinu. Þetta litla tæki virkar þannig að það bætast við u.þ.b. 20 lög í iTunes sem bera heiti FM bylgjulengdar, frá 8.77 til 106.7, og spila einhver tíðnishljóð. Til þess að stilla iTrippið inn á bylgjulengdina velur maður lagið og spilar það lag sem ber rétt heiti.

Vandinn er aftur á móti sá að þessi tíðnishljóð bætast við iTunes tónlistarsafnið og geta komið upp þegar maður er að hlusta á random play sem velur lag af handahófi. iTrip Random Solution Þetta hefur angrað bæði mig og aðra, en nú hef ég fundið lausn.

Það er hægt að velja hvert einasta af tíðnislögunum, gera "Get Info" á þau, velja "Options" tabið og haka við "Skip when shuffling" -- þetta kemur í veg fyrir að viðkomandi lag komi upp í random play og leysir því vandamálið með að fá hrikaleg tíðnishljóð skyndilega þegar maður er að hlusta á iPodinn. Því miður er ekki hægt að stilla þetta fyrir mörg lög í einu, en það er svo sem fljótt gert að hoppa í gegnum þessu iTrip tracks og merkja við. Þetta leysir það sem ég áleit vera stóran galla á þessu annars sniðuga litla tæki.


9 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Einar Jón | 16.11.2005 kl. 13:48
Einar Jón

Veistu ekki að þessar greæjur eru ólöglegar í Evrópu?

Glæpamaður!

Sveinbjörn | 16.11.2005 kl. 14:11
Sveinbjörn

Það er vist búið að lögleiða þetta núna....einhver EES pakki, þeir samþykktu svona tæki í Evrópubandalaginu.

Halldor Eldjarn | 16.11.2005 kl. 23:16
Halldor Eldjarn

Jú, það var verið að leyfa þetta um daginn.

Sveinbjörn | 17.11.2005 kl. 00:47
Sveinbjörn

Það er ekki eins og svona lagað yrði leyft af þessum bjúrókrötum án þess að það væri utanaðkomandi pressa....

Svanur | 17.11.2005 kl. 03:27
Svanur

Ég held að fólk geti verið þakklátt fyrir svona góð ráð á netinu því oftast þarf maður að vera í einhverjum mannfagnaði til að byrja að kvarta og kveina þegar einhver annar var fyrir löngu búinn að finna ráð við þessu.

Ég þakka fyrir því ég hef í hyggju að versla svona græju.

Siggi | 18.11.2005 kl. 11:14
Siggi

Ég er búinn að vera nota iTrip síðan snemma í haust.
Og ég er ekki alveg nógu ánægður með það :|
Amk finnst mér þetta ekki nógu gott í bílinn.

Mér skilst að þetta tól sé máli: DLO Transpod
http://www.dlodirect.com/Products/TP_Prod.tpl

Græjan er bæði hleðslutæki og FM-sendir :)

Sveinbjörn | 18.11.2005 kl. 15:35
Sveinbjörn

Hvað finnst þér vera að iTrippinu?

Siggi | 20.11.2005 kl. 16:49
Siggi

Það sem fer í taugarnar á mér, er að það er eins og iTrip-ið missi styrk þegar það er að spila sum lög.

T.d. ef ég spila eitthvað laga af The Boatman's Call, þá er eins og ég sé að hlusta á það í gegnum lélegt útvarp.
En síðan spila ég eitthvað annað eins og Frances the Mute í fínum gæðum.

Sveinbjörn | 20.11.2005 kl. 16:51
Sveinbjörn

Gæti þetta ekki tengst bara bílútvarpinu þínu? Eða einhverjum loudness stillingum í iTunes?

Mín reynsla er sú að það er betra að hafa iPod volume-ið ekki í botni, og hækka þá frekar í útvarpstækinu.