14.11.2005 kl. 06:30

Þessi mynd var tekin í Austur-Berlín á ferðum mínum um Mið-Evrópu fyrr í haust. Þarna stend ég við bakka ánnar Spree og horfi á glæsilegan austur-þýskan arkítektúr. Þessi undurfagra bygging er das Palast der Republik (ísl. Lýðveldishöllin), fyrrum sæti þingsins í das Deutsche Demokratische Republik.

Palast der Republik

Þetta fyrirmyndarbarn byggingalistarinnar var smíðað úr málmi og asbesti á 8da áratuginum. Berlínarbúar eru nú í vandræðum með að rífa það því gríðarlegt magn af krabbameinsvaldandi asbest-efni myndi dreifast um svæðið ef beitt væri hefðbundnum niðurrifsaðferðum. Fyrir vikið er verið að rífa það í litlum bútum í einu af sérstökum teymum af mönnum í verndarbúningum með öndunargrímur.

Því miður náði ég ekki mynd af því, en er ég nálgaðist "höllina" sá ég að einhver hafði graffað orðið Kulturterrorisme í hvítum lit utan á hana.

~||~

Schloss Berlin Myndin hér að neðan sýnir þá byggingu sem stóð þarna áður en kommúnistarnir reistu brúna viðbjóðinn. Þetta var Schloss Berlin, lengi vel aðsetur Prússnesku aðalsfjölskyldunnar. Byggingin skaddaðist eilítið í síðari heimsstyrjöld, en var í lok stríðsins rifin af ráðamönnum DDR til þess að koma höggi á arfleifð imperíalista og gera pláss fyrir "glæsilegan" arkítektúr í anda sósíal-realisma. Ef til vill ætti maður að vera þakklátur fyrir að sömu viðhorf voru ekki ríkjandi meðal kommúnista í Tjekkóslóvakíu Austurblokkarinnar -- þá hefði e.t.v. Prag, perla Miðevrópu, glatast.


11 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Halldor Eldjarn | 14.11.2005 kl. 13:17
Halldor Eldjarn

Sá þessa byggingu þegar ég var í Berlín, algjör hörmung.

Aðalsteinn | 14.11.2005 kl. 15:54
Aðalsteinn

http://en.wikipedia.org/wiki/Cathedral_of_Christ_the_Savior_%28Moscow%29

Hérna er dómkirkjan í Moskvu sem var eyðilögð (og sundlaug byggð í staðin). Á external linknum virðist vera hægt að horfa á það þegar hún var sprengd. Því miður sá ég enga góða mynd af sundlauginni.

Aðalsteinn | 14.11.2005 kl. 15:57
Aðalsteinn | 14.11.2005 kl. 15:58
Aðalsteinn

Þessi er reyndar í Efra-Breiðholti en ekki Moskvu.

Sveinbjörn | 14.11.2005 kl. 17:01
Sveinbjörn

Hahahaha.

Segir ýmislegt að í umræðu um hrikalegan kommúnista-arkítektúr vísir þú í byggingu í Efra-Breiðholti ;)

Gunni | 14.11.2005 kl. 19:01
Gunni

Eins og þú veist Sveinbjörn, þá hata ég þessa byggingu meira en nokkuð annað hér í borg.

En það vissi ég ekki fyrr en ég tékkaði á Wikipedia að þetta hefði verið notað svona extensively, og það hafi tekið svona langan tíma að fatta asbestusmengunina. Burt með þetta ógeð :(

--- G.

Arnaldur | 15.11.2005 kl. 00:30
Arnaldur

Hmmm...
Ég held að sundlaugar og líkamsþvottastöðvar séu mikilvægari en heilaþvottamiðstöðvar...

Arnaldur | 15.11.2005 kl. 00:31
Arnaldur

...annars verð ég að segja Lýðveldishöllinni til varnar að þetta er svona bygging sem að maður fær heilmikla ánægju af að hata. It's the building you love to hate!

steinn | 15.11.2005 kl. 10:48
Unknown User

ég ætla að leyfa mér að kvarta undan hatri ykkar á þeirri merkilegu og í senn hræðilega mistæku listastefnu konstrúktivisma. það er satt að margar byggingar konstrúktivismans voru hræðilega ljót, en til eru margar flottar byggingar þessara stefnu. einnigverð ég að benda á hversu kúl grafík konstrúktivismans er. reyndar eru íbúablokkir aldrei fallegar sem eru í þessum stíl, sama hvort þær eru í austrinu eða hér í vestrinu. mynduð þið vilja búa í úthverfi parísar? ekki ég!

Sveinbjörn | 15.11.2005 kl. 14:57
Sveinbjörn

Geturðu póstað linkum á myndir af einhverjum vel heppnuðum byggingum í þessum konstrúktívista-stíl?

Sveinbjörn | 18.11.2005 kl. 16:21
Sveinbjörn

Reyndar, til þess að vera sanngjarn við stjórn DDR, þá endurbyggðu þeir mikið af Austur-Berlín í sama stíl og fyrir stríð, á meðan Vestur-Berlín var öll endurbyggð í ljótum nútímastíl.