10.11.2005 kl. 02:23

Jæja, ég var að skella inn tveimur nýjum fídusum í Mentat og hef sett inn nýjustu útgáfuna af Mentat (2.2) hjá flestum. Nýjungarnar eru eftirfarandi:

Nýjung Nr. 1

Á forsíðunni (eða réttara sagt þeirri síðu sem birtir fréttirnar, þ.e.a.s. inniheldur "NEWS LATEST" breytuna) birtist nú hnappur fyrir ofan allar fréttirnar sem ber heitið "Add News Item". Sá hnappur gerir nákvæmlega það sem hann lofar, nefnilega að færa mann á síðuna þar sem hægt er að færa fréttir. Líkt og aðrir Mentat hnappar, þá birtist hann auðvitað einungis hef menn hafa loggað sig inn í kerfið.

Mentat: New Feature No. 1
Nýjung Nr. 2

Þegar menn hlaða upp myndum gegnum Mentat fá þeir mun hjálplegri skilaboð frá Mentat. Í stað þess að Mentat staðfesti einungis að upphleðslan hafi tekist þá birtir hann myndina og listar HTML bútinn sem þarf að bæta við til þess að bæta myndinni inn í frétt eða síðu. Hér sést mynd:

Mentat:  New Feature No. 2

Já, þetta er útgáfa 2.2. Ég ætla að taka mig saman á næstunni og skrifa almennilega documentation fyrir kerfið og gera það aðgengilegt öðrum -- því miður er það hrikalega leiðinlegt að skrifa leiðbeiningar...


2 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 11.11.2005 kl. 02:43
Arnaldur

Rock on!!! Mentat er eins og edik. Verður bara betri með tímanum!

Halldor Eldjarn | 12.11.2005 kl. 12:33
Halldor Eldjarn

Ég ætti nú bara að skammast mín. Ég reyndi að opna síðuna þína í IE.