9.11.2005 kl. 14:33

SCENE 1, ACT 1 úr leikritinu "Miðvikudagurinn 9. nóvember 2005 í lífi Sveinbjarnar Þórðarsonar"

Bankað er á kjallarahurðina á Öldugötu 4 í Reykjavík. SVEINBJÖRN rís á fætur og lítur sem snöggvast á klukkuna, sem sýnir 14:23. Hann klæðir sig hratt, og opnar síðan hurðina með stírur í augunum.

Í dyragættinni standa tvær dömur, DAMA1 og DAMA2. Þær virðast báðar vera um sextugar, og klæðast gamlingjafötum. Önnur þeirra heldur á þykkum grænum blaðasnepli.

DAMA1: Góðan daginn. Við erum að boða erindi Jesú Krists. Það má kynnast öllu í þessu hér blaði (Gerir sig líklega til að rétta SVEINBIRNI blaðið)

SVEINBJÖRN: Ehrm....eh...veistu, nei takk. Ég er ekki trúaður maður.

DAMA2: En boðskapur Jesú Krists á erindi við alla. Hefurðu hugleitt málið?

SVEINBJÖRN: Ég hef frá unga aldri verið harður aþeisti, og er í dag heimspekinemi. Þið eruð að eyða tíma ykkar.

DAMA2: Þú hefur semsagt hugsað vandlega um þetta?

DAMA1: Siðaboðskapur Krists hefur ýmislegt fram að færa. Ertu viss um að...

SVEINBJÖRN grípur fram í

SVEINBJÖRN: Ég er ekki sammála. Mér finnst það vera siðaboðskapur þræla en ekki frjálsra, hugsandi manna. Bless.

Hurðin skellist í andlitið á DÖMU1 og DÖMU2, sem eru afar miður sín á svipinn. SVEINBJÖRN nuddar stírurnar úr augunum.

SVEINBJÖRN (inner monologue): Mig langar í sígarettu. Ætli downloadið mitt hafi klárast í nótt?


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Hugi | 9.11.2005 kl. 17:29
Hugi

Ahhhh, ég er hættur að hlæja og get loksins skrifað það sem ég ætlaði að skrifa:

HA HA!

Magnusson | 9.11.2005 kl. 21:00
Magnusson

Hahaha! Frábært.

Afhverju í andskotanum koma samt aldrei neinar svona crazy kerlingar í heimsókn til mín? Vita þær að ég er með stóra skóflu við dyragættina hjá mér og djúpann brunn á ganginum? Ef svo er þá vil ég fá að vita hver ljóstraði upp um mig!

Sindri | 11.11.2005 kl. 00:58
Sindri

Úff djöfull kannast ég við þetta. Ég lenti einu sinni í því þegar einmitt tvær kerlingar komu til mín til að þröngva upp á mig einhverju svona kjaftæði. Þær voru Vottar Jehóva og gáfu mér bók sem var blá. Hún hét "Spurningar unga fólksins, svör sem duga." Ég þáði að sjálfsögðu bókina af forvitnisástæðum. Í henni var m.a. kafli um sjálfsfróun. Hann var skemmtilegur. Í stuttu máli er stranglega bannað að rúnka sér því sjálfsþæging virkar sem olía á eldinn til syndsamlegs lífernis sem einkennist af losta og öðrum viðbjóði. Tekin voru nokkur skemmtileg dæmi, t.d. eitt um konu sem byrjaði að fikta við sjálfa sig síðla nætur vegna þess að hún róaðist við að fá það. Hún gat að sjálfsögðu ekki hætt þessari iðju og undir lokin var dæmið komið út í samanburð við misnotkun verkjalyfja. Þetta er geðveikt lið.

Gunni | 11.11.2005 kl. 11:19
Gunni

Gaur sem ég þekkti heima á klakanum fékk svona lið á sig einhverntíman þegar hann var að sukka heima hjá vini sínum um miðjan dag (á aldrinum 15-17 at the time, held ég). Þau voru öll í dauðarokki, svartklædd og með tilheyrandi hárstíla og piercings, allt í einu banka einhverjir trúboðar uppá - stelpa og strákur.

Stelpan vildi ekki fara inn en hann hálfpartinn dróg hana með sér, svo settust þau á rúm gaursins sem átti heima þarna og störðu á alla djöflana, öfugua krossana og draslið sem skreytti herbergið hans. Á fóninum var óþægilegt hátt dauðarokk, "Deicide" eða eitthvað álíka.

Strákurinn sagði einhver nokkur orð um Jesú áður en honum var rétt "Satanic Bible" eftir Anthony Levay, þá fór stelpan að gráta og þau hrökluðust út.

Yndislegt að geta contributað svona - þau komu líklega út sannfærð um að allt það versta sem presturinn sagði þeim um satanískt eðli samfélagsins og unga fólksins væri satt.

Halldor | 12.11.2005 kl. 00:28
Halldor

Lenti í Vottum Jehóva um daginn. Sagði þeim bara að fara.