7.11.2005 kl. 01:37

Eins og mörgum er kunnugt, þá lýsti tölvufyrirtækið Apple því yfir að Makkar framtíðarinnar myndu hafa Intel örgjörva. Hérna er grein sem heldur því fram að fyrstu Intel PowerBook vélarnar muni koma snemma á næsta ári, og geymi útgáfu af Pentium M örgjörvanum.

Ég hugsa að það verði góður tími til þess að uppfæra hjá sér. Vélin mín verður þá orðin rúmlega tveggja ára.