6.11.2005 kl. 20:58

"I am not a number. I am a free man!"

Ég hef undanfarið verið að horfa á mjög góða sjónvarpsþætti -- "The Prisoner" frá 1967, með Patrick McGoohan í aðalhlutverki (hann hefur síðan m.a. leikið konunginn í Braveheart o.fl.). The Prisoner Þessir þættir innihalda allt sem maður gæti beðið um -- súrrealisma, hátæknibúnað, njósnir, svefngas, tedrykkju, regnhlífar, gömul háhjól, dáleiðslu, dverga, lyf, breskan hreim, aðlaðandi sjöunda-áratugs-týpu kvenfólk, flókin plot device, pólitík og félagsleg og sálfræðileg átök af ýmsum gerðum.

Forsaga þáttanna er í grundvallaratriðum eftirfarandi: njósnari hjá bresku leyniþjónustunni segir upp starfi sínu af ástæðum sem koma ekki fram. Í kjölfarið er honum rænt og komið fyrir í "The Village", þorpi fjarri mannabyggðum. Þar ber enginn nafn, heldur númer, og íbúarnir eru allir fólk sem hefur ekki þótt öruggt að sleppa út í samfélagið. Aðalpersónan ber heitið Númer 6, og manneskjan sem stjórnar þorpinu er Númer 2. Númer 2 þarf að fá upp úr Númer 6 alls kyns upplýsingar, og beitir til þess alls kyns brögðum. Þessir þættir eru mjög frumlegir og óvenjulegir, og bera vott um líflegt ímyndunarafl. Ég vildi óska þess að það væri til eitthvað sjónvarpsefni í samtíma okkar sem næði með höfuðið þar sem "The Prisoner" hefur tærnar, en því miður er það flest allt sápuóperudrasl í dulbúningum af ýmsum gerðum.


2 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 6.11.2005 kl. 22:29
Sindri

Hljómar mjög vel. Ég verð að sjá þetta.

Sveinbjörn | 7.11.2005 kl. 01:35
Sveinbjörn

Þú getur fengið þetta hjá mér við tækifæri. Ég er með alla 17 þættina á XviD sniði.