4.11.2005 kl. 03:31

Ye Glorious Third Generation Cascading Style Sheets

border-radius tag in action

Safari-vafrinn hlýtur að vera ein mesta snilld fyrr og síðar. Í nýjustu WebKit útgáfunum (t.d. þessari) er kominn stuðningur fyrir border-radius eiginleikann úr CSS3 staðlinum. Þetta þýðir að það er loksins hægt að gera rúnnuð horn á kassa í vefsíðum án þess að nota töflur eða einhver asnaleg galdrabrögð. Hérna er smá sýnishorn af því hvernig síðan mín lítur út í vafra sem styður þetta.

Svo notar nýi umræðuvefurinn hjá Apple þetta líka. Vel þess virði að sækja nýjasta WebKit og skoða hvernig framtíð vefhönnunar lítur út -- þ.e.a.s. ef bjánarnir hjá Microsoft koma sér að því að uppfæra Explorer-turdinn einhvern tímann.