29.10.2005 kl. 19:25

Ég hef verið að vinna að litlum tölvuleik undanfarið -- hugmyndin er byggð á borðspilinu Space Hulk, sem ég spilaði heilmikið í gamla daga en er því miður ekki framleitt lengur. Þetta er tveggja manna spil. Annar spilarinn spilar geimverur en hinn svona squad af bad-ass marines. Síðan hafa "the marines" eitthvað objective eins og t.d. að setja í gang e-ð tölvukerfi eða komast á einhvern stað eða álíka, og geimverurnar þurfa að reyna að koma í veg fyrir það með því að slátra þeim öllum.

Hérna er smá mynd af þessu eins og þetta lítur út hjá mér so far. Það er hægt að hreyfa gaurana um, þeir ganga ekki gegnum veggi, þeir geta opnað hurðir og geta ráðist á hvorn annan.

Space Hulk Game

Með heppni fæ ég einhverja úrkynjaða Photoshop menn eins og t.d. Magga til þess að beefa upp á grafíkina og gera útlitið fagmannlegra. Aðal málið er auðvitað að klára kóðann bak við forritið. Ég er að skrifa þetta í C notandi SDL svo þetta verður cross-platform.


8 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Halldor Eldjarn | 30.10.2005 kl. 19:12
Halldor Eldjarn

Lookin' good man!

Dolli | 1.11.2005 kl. 02:23
Dolli

Þetta lítur þokkalega vel út. Þú ert greinilega ekki sá eini sem fílaðir space hulk í botn, http://sourceforge.net/projects/hulk/. Þú ættir líka að skella network kóda í hann það væri brilliant, láttu mig vita ef þig vantar einhverja hjálp.

Sveinbjörn | 1.11.2005 kl. 02:25
Sveinbjörn

Hjálp yrði AFAR vel þegin, Doles. Sérstaklega einhver svona line of sight kóði, og network kóði. Til að byrja með ætla ég þó bara að hafa þetta hot seat og með einhverju AI.

Sindri Traustason | 1.11.2005 kl. 11:51
Unknown User

Þetta er kannski svolítið off topic..
Sveinbjörn, manstu eftir hinum stórkostlega leik DubbelMoral? Sænkur leikur sem gekk á makkanum ca ´90 og gekk út á bjórdrykkju og undanskot frá próflestri. Ég hef lengi leitað að remake á honum, enda ein mesta snilld allra tíma...

Gunni | 1.11.2005 kl. 17:07
Gunni

Ekki remake, but if anyone needs the original:

http://mac.the-underdogs.org/index.php?show=game&id=1048

--- G.

Sveinbjörn | 1.11.2005 kl. 22:00
Sveinbjörn

Dubbelmoral er snilld -- er með hann á tölvunni minni og hef prufað að keyra hann í vMac emulatornum mínum.

Neptúnus Egilsson | 2.11.2005 kl. 00:29
Unknown User

vá, lýtur vel út!
verður hann ókeypis?

good luck

Sveinbjörn | 2.11.2005 kl. 01:06
Sveinbjörn

Aye, ókeypis open-source GPLaður.