25.10.2005 kl. 18:17

Þarna er fyrsta fartölvan sem ég eignaðist, sem var PowerBook 180c árið 1993, við hlið núverandi fartölvu minnar, sem er PowerBook G4 frá árinu 2004.

Laptops

Gamla 180c vélin kostaði gríðarlega mikið á sínum tíma. Hún hafði 8.4 tommu litaflatskjá með 640x480 pixla upplausn, og þótti afar framúrstefnuleg. Hún er 33Mhz, með 4MB af vinnsluminni, og virkar ennþá þótt batteríið sé reyndar löngu dautt.

Svo var þetta líka fyrsta tölvan sem ég tengdist Netinu með, gegnum 14400 baud mótald.